Fréttir

Dregið úr skjálftavirkni og engin eldsumbrot
Fimmtudagur 2. júlí 2015 kl. 08:37

Dregið úr skjálftavirkni og engin eldsumbrot

Dregið hefur úr skjálftavirkni úti á Reykjaneshrygg frá miðnætti. Hrinur á þessu svæði eru algengar og vara stundum í nokkra daga. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot en nokkur gos hafa orðið á þessum slóðum undanfarinn 200 ár. Stærstu skjálftar í nótt náðu tveim stigum. Sjófarendur og fólk við strönd er beðið að gera Veðurstofu viðvart ef breytingar sjást í hafi, svo sem á hitastigi sjávar eða litbrigðum, eða ef vart verður við fiskidauða. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 

Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá voru umbrot eru norður af Eldeyjarboða og við Geirfugladrang þann 30. júní.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörunarkort sem sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu. Það er uppfært kl. 09:00 daglega og sýnir merki um byrjandi hættuástand strax og þess verður vart.