Fréttir

58 ábendingar um lyktarmengun til Umhverfisstofnunar
Þessi mynd var tekin um klukkan 10 í morgun þegar töluverðan reyk lagði frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. VF-mynd/hilmarbragi
Fimmtudagur 16. febrúar 2017 kl. 13:28

58 ábendingar um lyktarmengun til Umhverfisstofnunar

- Svo mikill fjöldi ábendinga á stuttum tíma fáheyrður

Umhverfisstofun hafa borist 58 ábendingar um lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík síðan í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er svo mikill fjöldi ábendinga á svo stuttum tíma fáheyrður.

Víkurfréttir greindu frá því í morgun að fjölmargir íbúar hafi tjáð sig um lyktarmengunina á samfélagsmiðlum og kvörtuðu yfir því að geta ekki haft glugga opna né verið lengi úti við.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara í eftirlitsferð í kísilverksmiðjuna á morgun.

Tengd frétt: Höfðu glugga lokaða vegna mengunar