Ungmenni vikunnar: Er snögg að læra
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Gabríela Zelaznicka.
Aldur: 15.
Bekkur og skóli: 10. bekkur, Sandgerðisskóla.
Áhugamál: Hitta vini og lesa.
Gabríela Zelaznicka er fimmtán ára gamall nemandi í Sandgerðisskóla og segir traust og húmor vera bestu eiginleikar í fari fólks. Hún stefnir á framhaldsskóla eftir tíunda bekk og þá mun koma sér vel að hún er snögg að læra. Gabríela er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Annað hvort enska eða stærðfræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Guðjón Þorgils eða Oddný Soffía vegna þess að þau eru bæði söngvarar.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þær eru margar bæði úr skíðaferðinni og Slóvakíuferðinni.
Hver er fyndnastur í skólanum? Katrín Ýr, hún fær mig alltaf til að hlæja.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Linger með Cranberries.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lasanjað hennar mömmu minnar.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Hunger Games sagan, Catching Fire.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Hníf, vatnsflösku og kveikjara til þess að bjarga mér.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er snögg að læra.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Tímaflakk eða teleportation.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og húmor.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í framhaldskóla.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Fer stundum í ræktina og sund.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin.