JS Campers
JS Campers

Mannlíf

Mikið áhorf á tónleika Ásgeirs Trausta í Hljómahöll
Miðvikudagur 8. apríl 2020 kl. 09:52

Mikið áhorf á tónleika Ásgeirs Trausta í Hljómahöll

Menningarstofnanir Reykjanesbæjar hafa gripið til ýmissa viðburða sem streymt hefur verið. Viðburðirnir hafa vakið mikla athygli, 26.000 þúsund manns kíktu á tónleika Ásgeirs Trausta í Hljómahöll, þegar mest var voru 2500 manns að horfa á sama tíma. Þetta kemur fram í fundargerð Menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.

Horft hefur verið á myndbandið af tónleikunum, sem vistað er inn á Facebook síðu Hljómahallar, rúmlega 60 þúsund sinnum. Streymið fór á Facebook-síður Hljómahallar, Ásgeirs, Rokksafns Íslands, Reykjanesbæjar og Víkurfrétta. Þá eru ótaldir þeir sem horfðu á streymið á ruv.is og hlustuðu á Rás 2.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hér má sjá umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um tónleikana:
Með þvi að smella hér má sjá umfjöllun themellowmusic.com   
Með því að smella hér má sjá umfjöllun plattentests.de     
Með því að smella hér má sjá umfjöllun cityguide-rhein-neckar.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun fastforward-magazine.de
Með því að smella hér má sjá umfjölllun downloadmusik.de
Með þvi að smella hér má sjá umfjöllun tonspion.de

Mikil virkni hefur verið á Facebook síðu bókasafnsins. 600 % fleiri sem höfðu samskipti á síðunni í síðustu viku, 78% fleiri sem skoðuðu síðuna, 110% aukning í þeim sem líkar við síðuna og náð til 20% fleiri með birtingum á síðunni. 3800 manns hafa horft á myndband með Höllu Karen sem streymt var.

Regluleg innslög Listasafns og Byggðasafns hafa vakið athygli. Skessan í hellinum hefur komið daglega á sína Facebook síðu með ýmislegt.