Public deli
Public deli

Mannlíf

Alli á Bryggjunni með sögur á Sagnastund á Garðskaga
Fimmtudagur 9. maí 2024 kl. 06:05

Alli á Bryggjunni með sögur á Sagnastund á Garðskaga

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 11. maí 2024 klukkan 15:00. Sagnamaðurinn Aðalgeir Johansen, Alli á Bryggjunni í Grindavík, kemur til síðustu sagnastundar vorsins á Garðskaga.

Á lokadaginn er ágætt að fá hressilegar frásagnir um skemmtilegt fólk og atburði frá grónum Suðurnesjamanni. Gítarinn er með í för.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Öll velkomin á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði. Byggðasafnið er opið og þar hefur verið opnuð ný sýning, Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna. Aðgangur að byggðasafninu er einnig ókeypis.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.