Public deli
Public deli

Mannlíf

Jamestown-strandið rætt í næstu sagnastund á Garðskaga
Fimmtudagur 4. apríl 2024 kl. 09:56

Jamestown-strandið rætt í næstu sagnastund á Garðskaga

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 6. apríl 2024 kl 15:00. Helga Margrét Guðmundsdóttir, formaður Áhugafélags um Jamestown-strandið, segir frá félaginu og hvað vakti áhuga hennar á farmi skipsins.

Saga skipsins er orðin nokkuð þekkt en minna hefur verið fjallað um þau miklu áhrif sem tilkoma þessa stóra timburfarms hafði á sínum tíma. Forvitnilegt er að heyra frá þeim miklu áhrifum sem þessi óvænti hvalreki hafði á húsbyggingar um Suðurnes og víðar.  Áhrifin voru mikil á menningu og mannlíf. Sagt verður frá þeim húsum sem þekkt er að byggð voru úr timburfarmi James-town.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga