Flugger
Flugger

Íþróttir

Sundfólk ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur
Hópurinn samankominn við Tivoli í Kaupmannahöfn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 13:11

Sundfólk ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur

Unnu 38 verðlaun á Lyngby Open

Sundfólk ÍRB vann 21 gullverðlaun og 38 verðlaun í heildina á Lyngby Open um helgina. Mótið var gríðarlega fjölmennt og góð og öflug keppni.

Hópurinn stóð sig feikivel í heildina og mjög margir unnu til verðlauna en yngri sundmennirnir, sem kepptu í aldursflokkum, rökuðu inn verðlaunum.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí
Elísabet Arnoddsdóttir vann sex gull, Denas Kazulis fjögur gull, Daði Rafn Falsson þrjú gull og Nikolai Leo Jónsson þrjú gull, jafnframt vann ÍRB fimm önnur gullverðlaun auk annarra verðlauna.