Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Meistarataktar Elvars Más í Meistaradeildinni tryggðu PAOK oddaleik
Elvar Már í leiknum í gær. Mynd af vef PAOK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 11:11

Meistarataktar Elvars Más í Meistaradeildinni tryggðu PAOK oddaleik

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, þrefaldur körfuknattleiksmaður Íslands, reyndist hetja PAOK í gær þegar hann tryggði þeim sigurinn af vítalínunni eftir tvíframlengdan leik í Meistaradeild Evrópu.

Með sigrinum tryggir PAOK sér oddaleik í viðureigninni við Tofas Bursa frá Tyrklandi en Elvar var stigahæstur í sínu liði með átján stig, tvö fráköst og átta stoðsendingar í leiknum. Elvar tryggði sigurinn þegar hann setti þrjú vítaköst niður þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af annarri framlengingu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

PAOK og Tofas hafa unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu og það lið sem hefur betur í oddaleiknum fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Í spilaranum hér að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum í gær.