JS Campers
JS Campers

Fréttir

Ný gossprunga um 200 metra löng
Ljósmyndir: Landhelgisgæslan
Mánudagur 5. apríl 2021 kl. 13:29

Ný gossprunga um 200 metra löng

Ný gossprunga opnaðst um klukkan 12 í dag í grennd við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Fyrsta mat er að sprungan sé sennilega um 200 metra löng og er miðja hennar staðsett um kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraunið frá nýju sprungunni rennur niður í Meradali.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nú við gosstöðvarnar til að rýma svæðið. Flugvél með vísindamönnum er á leiðinni og munu þeir meta nánar staðsetningu og stærð nýju gossprungunnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Flugkóði fyrir Keflavíkurflugvöll er áfram appelsínugulur þar sem um er að ræða hraungos með lítilli sem engri öskudreifingu og er því ekki talin hætta af gosinu fyrir flugumferð.