Fréttir

Samtal í Vogum í kvöld
Séð yfir Voga.
Mánudagur 13. maí 2024 kl. 13:53

Samtal í Vogum í kvöld

Sveitarfélagið Vogar boðar til íbúafundar í kvöld, mánudaginn 13. maí. Fundurinn hefst klukkan 20:00 í Tjarnarsal og stendur til 22:00.

Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins en á fundinum mun bæjarstjóri og aðrir stjórnendur sveitarfélagsins fara yfir stöðuna í helstu málaflokkum, m.a. fjármálum, íbúaþróun og innviða- og atvinnuuppbyggingu í Vogum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Markmiðið með fundinum er að bjóða til samtals um hin ýmsu málefni sem brenna á bæjarbúum og munu fulltrúar bæjarsjórnar taka þátt í umræðunum.

Íbúar eru hvattir til að leggja fram spurningar og hugmyndir á fundinum.