Fréttir

49 milljóna króna Lottóvinningur til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 23. september 2020 kl. 10:10

49 milljóna króna Lottóvinningur til Reykjanesbæjar

Kona í Reykjanesbæ vann 49 milljónir króna í Lottó og ætlar að nota vinninginn til að greiða niður skuldir heimilisins. „Þetta kemur sér vel og ég get eftir greiðslu skulda átt varasjóð þegar ég hætti að vinna. Ekki er ellilífeyririnn til að hrópa húrra fyrir. Svo fá börnin auðvitað að njóta með mér,“ sagði konan sem vinnur í einum af grunnskólum Reykjanesbæjar.

Hún keypti Lottómiðann í Lottóappinu og er með hann í áskrift. „Ég hef haft hann í mánuði og held því auðvitað áfram,“ sagði heppna Lottókonan.