Fréttir

300 bókanlegum bílastæðum bætt við á  Keflavíkurflugvelli fyrir páskana
Mánudagur 25. mars 2024 kl. 16:10

300 bókanlegum bílastæðum bætt við á Keflavíkurflugvelli fyrir páskana

Opnað var fyrir 300 ný bílastæði í dag við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli sem hægt er að bóka á vef vallarins. Um er að ræða nýmalbikuð viðbótarstæði sem hægt var að bæta við eftir að framkvæmdum við þau var hraðað fyrir helgi. Aðeins er hægt að fá aðgang að þessum nýju stæðum ef þau eru bókuð fyrir fram á vef Keflavíkurflugvallar.

Ekki er ljóst hvenær þessi viðbótarstæði verða fullnýtt. Þegar það gerist og ekki er lengur hægt að bóka stæði á vef okkar eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta til og frá Keflavíkurflugvelli. Má þar nefna ferðir með bílaleigubílum, leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá flugvellinum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gestir eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Gestir eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00.