Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane er knattspyrnukona ársins 2021
Sveindís gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg eftir síðasta tímabil og lék á láni með Kristianstad í ár. Hún er nú mætt til Wolfsburg og undirbýr sig fyrir þýsku Bundesliguna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 16. desember 2021 kl. 12:50

Sveindís Jane er knattspyrnukona ársins 2021

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið útnefnd knattspyrnukona ársins 2021 af Knattspyrnusambandi Íslands. Valið ætti að koma fáum á óvart en Sveindís átti frábært ár með íslenska A-landsliði kvenna auk þess sem hún hóf atvinnumannaferil sinn með glæsibrag í ár.

Á vef KSÍ segir um valið:

„Sveindís Jane Jónsdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Sveindís Jane gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg í upphafi árs, en var svo lánuð til Svíþjóðar þar sem hún lék með Kristanstads DFF á nýliðnu tímabili. Þar átti hún stóran þátt í góðu gengi liðsins sem tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sveindís Jane lék 24 leiki með liðinu á tímabilinu og skoraði í þeim átta mörk. Hún er einnig orðin fastur liður í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins sem leikur í lokakeppni EM 2022 næsta sumar. Á árinu hefur hún leikið átta leiki með liðinu og skorað í þeim fjögur mörk.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir