Samúel Kári gulltryggði sigur Viking í norsku deildinni
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson skoraði eitt marka Viking í norsku deildinni um helgina þegar Viking lagði Odd 3:1.
Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Viking því Odd, sem er í þrettánda sæti deildarinnar, komst yfir strax á þriðju mínútu. Viking jafnaði leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og gerði út um hann í seinni með tveimur góðum mörkum, því síðara frá Samúel Kára á 76. mínútu. Viking er í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, Bodø / Glimt er á toppnum með 60 stig og Molde með 57. Hápunkta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.