Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar ráða í starf yfirmanns knattspyrnumála
Rafn Markús Vilbergsson, yfirmaður knattpyrnumála hjá Njarðvík, og Brynjar Freyr Garðarsson, formanni knattspyrnudeildar UMFN. Mynd af Facebook-síðu UMFN
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 17:30

Njarðvíkingar ráða í starf yfirmanns knattspyrnumála

Knattspyrnudeild Njarðvíkur gekk frá ráðningu Rafns Markúsar Vilbergssonar í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu en staðan er ný hjá Njarðvík og því er um mikið framfaraskref að ræða fyrir deildina.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur stækkað ört á síðustu árum og er iðkendafjöldi að nálgast 400 iðkendur. Með fjölgun iðkenda eru gerðar meiri kröfur til þess að félagið komi til móts við þá og skapi umgjörð þar sem þeir geta látið fótboltadrauma sína rætast.

Rafn skrifaði í dag undir samning til næstu þriggja ára sem yfirmaður knattspyrnumála hjá deildinni. Rafn er Njarðvíkingum kunnugur en hann hefur verið viðloðandi félagið frá árinu 2005, jafnt sem leikmaður, fyrrum fyrirliði, yfirþjálfari yngri flokka og síðast sem aðalþjálfari frá 2016 til 2019.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Yfirmaður knattspyrnumála kemur til með að halda utan um þróun leikmanna frá þrettán ára aldri. Hann mun þannig tengja saman starf yngri flokka og meistaraflokks með enn betri hætti. Þá mun hann jafnframt sjá um og vera með yfirumsjón yfir afreksstarfi félagsins, uppfæra knattspyrnustefnu félagsins og innleiða áherslur sem þar koma fram í alla flokka.

Með ráðningu Rafns sér knattspyrnudeild Njarðvíkur fram á að efla knattspyrnustarf félagsins í heild sinni ásamt því að veita leikmönnum, jafnt strákum sem stelpum, tækifæri á að bæta sig sem einstaklingar.

Tilkynningin birtist á Facebook-síðu knattspyrnudeild Njarðvíkur um leið og Rafn er boðinn velkominn í nýtt starf.

Tengdar fréttir