Natasha Anasi hættir með Keflavík
Fyrirliði knattspyrnuliðs kvenna hjá Keflavík, Natsha Moraa Anasi, hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik. Natasha hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár en hún gekk til liðs við félagið árið 2017.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur þar sem henni óskað velfarnaðar með nýju liði:
„Natasha Moraa Anasi kveður okkur og gengur til liðs við Breiðablik. Natasha hefur verið einn okkar besti leikmaður undanfarin ár og verður hennar sárt saknað.
Natasha hefur borið merki Keflavíkur sem næst brjósti og verið mikil fyrirmynd fyrir okkar ungu knattspyrnu iðkenndur, jafnt stelpur sem og stráka Natasha var einnig valin í A-landsliðið meðan hún spilaði með Keflavík.
Natasha var einnig öflugur liðsfélagi og hjálpaði mörgun liðsfélögum sínum með hvað sem er og var alltaf til staðar ef til hennar var leitað.
Við vonumst eftir því að Natasha muni klæðast Keflavíkurbúningnum aftur sem allra fyrst og mun hún alltaf vera velkomin til Keflavíkur aftur
Að lokum viljum við óska Natöshu alls hins besta hjá nýju liði!
Takk fyrir allt Natasha og áfram Keflavík!“