Mark Sveindísar eitt það flotttasta í Svíþjóð
Eftir að hafa verið valin ein af tíu bestu í sænsku úrvalsdeild kvenna hefur Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir bætt enn einni rósinni í hnappagatið en Aftonbladet tilnefndi sigurmark Sveindísar gegn Linköping sem eitt af flottustu mörkum tímabilsins.
Markið góða skoraði Sveindís með kraftmiklu einstaklingsframtaki þegar hún geistist upp hægra megin og lét vaða á markið í samskeytin nær án þess að varnarmenn Linköping ættu roð við henni.
Sveindís skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp önnur fjögur fyrir Kristianstad þar sem hún var á láni frá þýska stórliðinu Wolfsburg. Eftir landsliðsverkefni í nóvember heldur Sveindís til Wolfsburg og má því búast við að sjá hana í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili.
Mörkin sem Aftonbladet valdi má sjá í myndskeiði hér að neðan.