Keflavík semur við sóknarmann
Sóknarmaðurinn Ana Paula Silva Santos hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu í efstu deild kvenna á komandi tímabili.
Ana Santos er fædd í Brasilíu en hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum undanfarinn fimm ár og var meðal annars valin leikmaður ársins fjögur ár í röð af SSAC-sambandinu í háskólaboltanum og besti leikmaður NAIA 2020 og 2021
Á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar segir að til mikils sé vænst af leikmanninum og það sé tilhlökkun að sjá hana á HS Orku-vellinum í sumar. „Við viljum bjóða Ana Santos hjartanlega velkomna til liðs við okkur í Keflavík.“


 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				