Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með brons í Fótbolti.net-mótinu
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Grindavíkur í gær.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. febrúar 2022 kl. 15:36

Grindvíkingar með brons í Fótbolti.net-mótinu

Í gær var leikið um þriðja sæti í Fótbolti.net-mótinu í knattspyrnu. Það voru Suðurnesjaliðin Grindavík og Njarðvík sem mættust í Nettóhöllinni þar sem Grindavík hafði betur í miklum markaleik.

Grindvíkingar höfðu mikla yfirburði framan af og komust í 5:0 með mörkum frá Aroni Jóhannssyni (38'), Degi Inga Hammer (55'), Hilmari McShane (68') og Hassan Jalloh skoraði tvö mörk (11' og 72') en hann er á reynslu hjá Grindvík.

Njarðvíkingar réttu úr kútnum með mörkum frá Eiði Orra Ragnarssyni (74') og Reyni Ágústssyni (87') en lengra komust þeir ekki og Grindavík hrósaði 5:2 sigri og endaði í þriðja sæti í mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í spilaranum að neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Tengdar fréttir