Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Þróttur semja við Englendinga
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 09:44

Grindavík og Þróttur semja við Englendinga

Knattspyrnulið Grindavíkur og Þróttar Vogum hafa bæði tryggt sér enska leikmenn til að styrkja leikmannahópa sína fyrir komandi leiktímabil en bæði liðin leika í næstefstu deild Íslandsmóts karla.

Kairo Edwards-John til liðs við Grindavík 

Grindavík hefur samið við Englendinginn Kairo Edwards-John og mun hann leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Kairo er 22 ára gamall vængmaður sem getur einnig leikið sem framherji.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kairo hefur leikið á Íslandi undanfarin tvö tímabil í Lengjudeildinni, fyrst með Magna og síðasta sumar með Þrótti Reykjavík. Kairo hefur leikið 46 leiki í deild og bikar hér á landi og skorað fimmtán mörk.

„Ég er mjög ánægður með að fá Kairo í til liðs við Grindavík. Hann er búinn að sanna sig í Lengjudeildinni, er kraftmikill og með eiginleika sem munu hjálpa okkur sóknarlega í sumar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.

Kairo kemur úr akademíunni hjá Leicester City og á meðal annars leik að baki með U16 ára landsliði Englands.

„Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við Grindavík, klúbbur með ríka hefð og sögu sem lið í efstu deild á Íslandi,“ segir Kairo Edwards-John.

„Ég er búinn að heimsækja Grindavík tvisvar sem andstæðingur og verið mjög hrifinn af aðstöðu félagsins. Ég átti mjög gott samtal við Alfreð þjálfara og er hrifinn af þeirri hugmyndafræði sem hann hefur og þeirri áætlun sem hann er búinn að setja upp fyrir félagið til næstu ára. Ég er mjög þakklátur fyrir þá trú sem stjórn og þjálfari Grindavíkur hefur á mér sem leikmanni og get ekki beðið eftir því hefjast handa.“

Frétt og mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur

James Dale er nýr liðsmaður Þróttar

Þróttur hefur samið við Dale um að leika með liði Voga í næstefstu deild á komandi leiktíð en síðustu þrjú árin hefur hann spilað fyrir Víkinga frá Ólafsvík í Lengjudeildinni og verið fyrirliði liðsins við góðan orðstír. 

James Dale er 28 ára enskur miðjumaður uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers. Hann gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi 2013 og spilaði þar í tvö ár. Hann lék 65 leiki í Scottish League One (Skoska C-deildin). Hann skipti í Brechin City 2015 og lék 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin). James kom fyrst til Íslands um mitt sumar 2018 og kláraði tímabilið með Njarðvík áður en hann gekk til liðs við Víkinga. James mun koma til landsins 1. mars næstkomandi. 

Tengdar fréttir