Elías Már með stórleik
Keflvíski sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson átti stórleik í gær þegar lið hans, Nimes, sem leikur í frönsku B-deildinni, sigraði Nancy 2:1.
Elías skoraði fyrra mark Nimes á 27. mínútu og kom þeim í forystu en Nancy jafnaði leikinn á 42. mínútu. Elías lagði upp annað mark sinna manna aðeins tveimur mínútum síðar (44') og reyndist það sigurmark leiksins. Nimes er í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig þegar búið er að leika átján umferðir. Næst leikur Nimes laugardaginn 18. desember þegar Elías og félagar mæta Toulouse í 64 liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar en Toulouse er í öðru sæti B-deildarinnar.
Þetta var þriðja markið sem Elías skorar í deildinni með Nimes en að auki skoraði hann eitt mark í sjöundi umferð frönsku bikarkeppninnar.