Andy Pew verður áfram með Þrótturum
Andy Pew, fyrirliði og aðstoðarþjálfari 2. deildarmeistara Þróttar, hefur skrifað undin nýjan samning við Þrótt Vogum.
Andy mun aðstoða Eið Benedikt Eiríksson við þjálfun liðsins sem verður á næsta tímabili í baráttunni í næstefstu deild en Þróttur leikur þar í fyrsta sinn eftir glæsilegt tímabil í 2. deild karla þar sem Þróttur stóð að lokum uppi sem deildarmeistari.
Næsta tímabil verður því það fjórða sem Bretinn verður með Þrótturum en í viðtali við Víkurfréttir fyrr á árinu sagðist Andy ekkert vera á förum á næstunni. Viðtalið má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.