Rekstur ríkissjóðs í góðum farvegi
Án þess að reikna til sölu Símans eða aðrar ríkiseignir mun tekjuafgangur ríkissjóðs losa rúmlega 100 milljarða króna á tveggja ára tímabili eða fyrir árin 2005 & 2006.
Tekjuafgangurinn er gífurlegur þrátt fyrir stóraukin framlög til mennta- & velferðarmála á síðustu árum. Skiljanlega hefur árangurinn vakið alþjóða athygli, því samhliða jákvæðri þróun ríkisrekstrar hafa íslensk félög vakið mikla athygli fyrir áræðni og dug í þeirri hörðu keppni sem einkennir alþjóðaviðskipti í dag.
Minni vaxtagjöld greiða niður matvælaverð fyrir landsmenn
Tekjuafgangur af ríkisrekstri undanfarinna ára hefur einnig nýst að stórum hluta til greiðslu á erlendum skuldum ríkissjóðs. Nýverið komst ríkissjóður í þá stöðu að inneign hans hjá Seðlabankanum er orðinn hærri en erlendar skuldir að samanlögðu. Niðurgreiðsla skulda hefur tryggt ríkissjóði þá einstöku stöðu að sparnaður á vaxtagjöldum tryggir fé í stað lánsfés til að mæta aðgerðum ríkisstjórnarinnar, s.s. þeim sem eru á næsta leyti og lúta að stórfelldum en blönduðum aðgerðum til að ná matarverði í landinu niður.
Ég efast um að stjórnarandstöðunni hefði órað fyrir þeim möguleika að niðurgreiðsla á skuldum og ábyrgur ríkisrekstur gæti haft jafn víðtæk og jákvæð áhrif á landsmenn alla.
Ríkisstjórnin er á réttri leið og framundan eru spennandi tímar. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að ábyrg og aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum kemur okkur öllum til góða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa um langa hríð verið í því erilsama embætti að halda utan um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Framtíðin
Ég er talsmaður þess að tekjuskattur á einstaklinga verði sambærilegur og fyrirtækja eða um 18%. Hinn vinnandi maður, fjölskyldur á ferð sinni í gegnum lífið, þurfa á slíku svigrúmi og hvatningu að halda rétt eins og fyrirtækin í landinu.
Eftir að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins lækkuðu skatta á lögaðila (fyrirtæki) jukust stórum skatttekjur hins opinbera frá sömu aðilum. Reynslan hefur að minnsta kosti veitt okkur ákveðið öryggi fyrir að ná sama markmiði fram fyrir einstaklinga.
Velferðakerfið
Sjálfur tel ég sjálfstæðisstefnuna vera okkur Íslendingum hollust. Hún tryggir okkur öllum ákveðið svigrúm og hún aðstoðar okkur við að hjálpa okkur sjálfum. Að sama skapi ítreka ég til samflokksmanna minna að öfgastefna til hægri er ávísun á slæman árangur í stjórnmálum. Fjölmargir talsmenn og trúnaðarmenn flokksins hafa með ákveðnum hætti líst yfir vilja og ábyrgð til að takast á hendur ný verkefni. Ég nefni í því sambandi hvort ekki sé orðið tímabært að sjálfstæðismenn taki að sér ráðuneyti heilbrigðis- & tryggingarmála. Ég á sæti í heilbrigðisnefnd Alþingis og hef á stuttum tíma kynnst málaflokknum nokkuð vel. Tækifæri til aukins árangurs á sviði velferðarþjónustunnar eru til staðar. Með réttu átaki er hægt að auka við þjónustu á sama tíma og hreinsað er til við almennan rekstur sem leiða mun til aukinnar hagræðingar innan málaflokksins.
Ég þakka þeim sem lásu
Gunnar Örn Örlygsson
Alþingismaður
Tekjuafgangurinn er gífurlegur þrátt fyrir stóraukin framlög til mennta- & velferðarmála á síðustu árum. Skiljanlega hefur árangurinn vakið alþjóða athygli, því samhliða jákvæðri þróun ríkisrekstrar hafa íslensk félög vakið mikla athygli fyrir áræðni og dug í þeirri hörðu keppni sem einkennir alþjóðaviðskipti í dag.
Minni vaxtagjöld greiða niður matvælaverð fyrir landsmenn
Tekjuafgangur af ríkisrekstri undanfarinna ára hefur einnig nýst að stórum hluta til greiðslu á erlendum skuldum ríkissjóðs. Nýverið komst ríkissjóður í þá stöðu að inneign hans hjá Seðlabankanum er orðinn hærri en erlendar skuldir að samanlögðu. Niðurgreiðsla skulda hefur tryggt ríkissjóði þá einstöku stöðu að sparnaður á vaxtagjöldum tryggir fé í stað lánsfés til að mæta aðgerðum ríkisstjórnarinnar, s.s. þeim sem eru á næsta leyti og lúta að stórfelldum en blönduðum aðgerðum til að ná matarverði í landinu niður.
Ég efast um að stjórnarandstöðunni hefði órað fyrir þeim möguleika að niðurgreiðsla á skuldum og ábyrgur ríkisrekstur gæti haft jafn víðtæk og jákvæð áhrif á landsmenn alla.
Ríkisstjórnin er á réttri leið og framundan eru spennandi tímar. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að ábyrg og aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum kemur okkur öllum til góða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa um langa hríð verið í því erilsama embætti að halda utan um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Framtíðin
Ég er talsmaður þess að tekjuskattur á einstaklinga verði sambærilegur og fyrirtækja eða um 18%. Hinn vinnandi maður, fjölskyldur á ferð sinni í gegnum lífið, þurfa á slíku svigrúmi og hvatningu að halda rétt eins og fyrirtækin í landinu.
Eftir að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins lækkuðu skatta á lögaðila (fyrirtæki) jukust stórum skatttekjur hins opinbera frá sömu aðilum. Reynslan hefur að minnsta kosti veitt okkur ákveðið öryggi fyrir að ná sama markmiði fram fyrir einstaklinga.
Velferðakerfið
Sjálfur tel ég sjálfstæðisstefnuna vera okkur Íslendingum hollust. Hún tryggir okkur öllum ákveðið svigrúm og hún aðstoðar okkur við að hjálpa okkur sjálfum. Að sama skapi ítreka ég til samflokksmanna minna að öfgastefna til hægri er ávísun á slæman árangur í stjórnmálum. Fjölmargir talsmenn og trúnaðarmenn flokksins hafa með ákveðnum hætti líst yfir vilja og ábyrgð til að takast á hendur ný verkefni. Ég nefni í því sambandi hvort ekki sé orðið tímabært að sjálfstæðismenn taki að sér ráðuneyti heilbrigðis- & tryggingarmála. Ég á sæti í heilbrigðisnefnd Alþingis og hef á stuttum tíma kynnst málaflokknum nokkuð vel. Tækifæri til aukins árangurs á sviði velferðarþjónustunnar eru til staðar. Með réttu átaki er hægt að auka við þjónustu á sama tíma og hreinsað er til við almennan rekstur sem leiða mun til aukinnar hagræðingar innan málaflokksins.
Ég þakka þeim sem lásu
Gunnar Örn Örlygsson
Alþingismaður