Fréttir

Ný nuddstofa opnar í Hólmgarði í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. nóvember 2025 kl. 09:57

Ný nuddstofa opnar í Hólmgarði í Keflavík

Kósí thai heilsunudd er ný nuddstofa sem opnaði nýlega í Hólmgarði í Keflavík. Nuddarinn heitir Mantana Nontanum og er tælensk.

Hún og Jón Viðarsson, maður hennar, hafa innréttað á smekklegan hátt húsnæði í Hólmgarði þar sem áður var hárgreiðslustofa. Mantana starfar hjá Hrafnistu við umönnun en lærði thainudd í heimalandi sínu árið 2012 og starfaði um tíma á nuddstofu í Póllandi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hún býður uppá venjulegt nudd, svæða nudd, heitsteinanudd og olíunudd. Hægt er að panta tíma í s. 764-4224 og er opið á stofunni alla daga nema mánudaga og miðvikudag frá kl.15.