Opnari stjórnsýsla og aukið lýðræði
- þess vegna býð ég mig fram
Stjórn bæjarfélags á að vera opin öllum íbúum bæjarsins. Upplýsingar um framkvæmdir og áætlanir eiga að vera aðgengilegar og gefa á bæjarbúum tækifæri til þess að láta rödd sýna heyrast og hafa þar með áhrif á stjórn bæjarins.Þetta er nauðsynlegt til þess að þeir sem sitja í bæjarstjórn á hverjum tíma missi ekki jarðsambandið, tengslin við umbjóðendur sína, og til þess að stjórn bæjarins sé sem skilvirkust og í takt við þarfir bæjarbúa.
Reykjanesbær í forystu
Upplýsingasamfélagið sem við búum í gefur okkur tækifæri til að mæta kröfum íbúa um opnari stjórnsýslu. Slíkt lýðræði stuðlar að virkari íbúum sem skynja frelsi sitt og ábyrgð. Reykjanesbær á að setja markið hátt og skipa sér í forystusveit framsækinna sveitarfélaga með því að skapa hér opið lýðræðislegt samfélag. Þetta er hægt með því að taka upp eftirfarandi.
- Hægt er að sýna beint frá bæjarstjórnarfundum á ágætum upplýsingavef Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is) og auðvelda bæjarbúum að fylgjast með umræðum í bæjarstjórn og þar með mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar.
- Um veigamikil mál á að kjósa um í beinni kosningu. Hægt væri að notast við upplýsingavefinn og nýta mætti bókasafn Reykjanesbæjar og tölvuver grunnskólanna fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Netinu.
- Halda á reglulega fundi í hverfum bæjarsins, styðjast mætti við skólasvæðaskiptinguna, þar sem farið væri yfir skipulagsmál, áætlaðar framkvæmdir í hverju hverfi og íbúum gefið tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
- Hvetja skal til stofnunar hverfafélaga íbúa og styðja þau. Hverfafélögin hefðu virkt hlutverk sem álitsgjafar bæjarstjórnar um ýmis mál og myndu auk þess stuðla að aukinni samstöðu bæjarbúa.
Opnari stjórnsýsla og aukið lýðræði við stjórn bæjarins er eitt þeirra mála sem ég mun berjast fyrir fái ég til þess brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar 23. febrúar n.k.
Eysteinn Eyjólfsson
Stjórn bæjarfélags á að vera opin öllum íbúum bæjarsins. Upplýsingar um framkvæmdir og áætlanir eiga að vera aðgengilegar og gefa á bæjarbúum tækifæri til þess að láta rödd sýna heyrast og hafa þar með áhrif á stjórn bæjarins.Þetta er nauðsynlegt til þess að þeir sem sitja í bæjarstjórn á hverjum tíma missi ekki jarðsambandið, tengslin við umbjóðendur sína, og til þess að stjórn bæjarins sé sem skilvirkust og í takt við þarfir bæjarbúa.
Reykjanesbær í forystu
Upplýsingasamfélagið sem við búum í gefur okkur tækifæri til að mæta kröfum íbúa um opnari stjórnsýslu. Slíkt lýðræði stuðlar að virkari íbúum sem skynja frelsi sitt og ábyrgð. Reykjanesbær á að setja markið hátt og skipa sér í forystusveit framsækinna sveitarfélaga með því að skapa hér opið lýðræðislegt samfélag. Þetta er hægt með því að taka upp eftirfarandi.
- Hægt er að sýna beint frá bæjarstjórnarfundum á ágætum upplýsingavef Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is) og auðvelda bæjarbúum að fylgjast með umræðum í bæjarstjórn og þar með mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar.
- Um veigamikil mál á að kjósa um í beinni kosningu. Hægt væri að notast við upplýsingavefinn og nýta mætti bókasafn Reykjanesbæjar og tölvuver grunnskólanna fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Netinu.
- Halda á reglulega fundi í hverfum bæjarsins, styðjast mætti við skólasvæðaskiptinguna, þar sem farið væri yfir skipulagsmál, áætlaðar framkvæmdir í hverju hverfi og íbúum gefið tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
- Hvetja skal til stofnunar hverfafélaga íbúa og styðja þau. Hverfafélögin hefðu virkt hlutverk sem álitsgjafar bæjarstjórnar um ýmis mál og myndu auk þess stuðla að aukinni samstöðu bæjarbúa.
Opnari stjórnsýsla og aukið lýðræði við stjórn bæjarins er eitt þeirra mála sem ég mun berjast fyrir fái ég til þess brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar 23. febrúar n.k.
Eysteinn Eyjólfsson