VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Viðskipti

Kjörbúðirnar lækka verð - 200 vörur á Prís verði
Kjörbúðin í Sandgerði.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 11. nóvember 2025 kl. 09:54

Kjörbúðirnar lækka verð - 200 vörur á Prís verði

Kjörbúðirnar taka nú upp Prís verð og lækka verð á 200 algengum nauðsynjavörum fram að áramótum. Þessar vörur verða fáanlegar í öllum 18 Kjörbúðunum um land allt, sem flestar eru staðsettar í minni bæjarfélögum. Þær eru þrjár á Suðurnesjum, í Keflavík, Garði og í Sandgerði.

Í fréttatilkynningu frá Kjörbúðinni kemur fram að vörurnar í Kjörbúðunum verða á sama verði og í lágvöruverðsversluninni Prís á Smáratorg í Kópavogi sem hefur verið ódýrasta matvöruverslunin á landinu samkvæmt mælingum ASÍ frá því hún opnaði.

Markmiðið með aðgerðinni sé að tryggja að fleiri hafi aðgang að nauðsynjavörum á Prís verði um allt land.  Einnig að hvetja fólk til að versla í sínu bæjarfélagi og styðja við öfluga verslun í heimabyggð. Kjörbúðirnar og Prís eru bæði í eigu Dranga hf. en Kjörbúðirnar eru í Samkaupskeðjunni.   

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Viðskiptavinir Kjörbúðanna um allt land geta nú fundið vörur á Prís verði sérmerktar í hillum Kjörbúðanna.

VF jól 25
VF jól 25