Lýðræði í stað valdaklíku
Ólíkt hafast þeir að, stóru flokkarnir í Reykjanesbæ -
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Á meðan við jafnaðarmenn undirbúum opið prófkjör, þar sem bæjarbúar geta hundruðum og þúsundum saman haft áhrif á það hvernig skipað verður á lista Samfylkingarinnar fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor, þá ákveða nokkrir forkólfar
Sjálfstæðisflokksins, í bakherbergjum, að enginn innanbæjarmaður sé
þess umkominn að leiða listann og því verði að sækja utanbæjarmann til þess verkefnis.
Hvort ætli bæjarbúum finnist lýðræðislegra?. Hvor aðferðin sýnir meira
traust á dómgreind kjósenda?. Ætli svörin við þessum spurningum liggi
ekki í augum uppi. Þetta er auðvitað í raun munurinn á okkur
lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum og aftur fámennisvaldinu sem öllu ræður
í Sjálfstæðisflokknum. Nákvæmlega hið sama verður uppi á teningnum,
þegar kemur að ólíkum stjórnunarstíl þessara flokka, því við
Samfylkingarmenn viljum vinna með fólkinu fyrir fólkið, en ekki taka
ákvarðanir sem þjóna hinum fáu á kostnað hinna mörgu, eins og oft er
háttur andstæðinga okkar í Sjálfstæðisflokknum.
Þessi vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að
framboðsmálum hans fyrir komandi kosningar, er klárlega vísbending um
það að tími er kominn til að hvíla flokkinn frá stjórn mála í
Reykjanesbæ. Oddviti flokksins, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, er að hætta og ókrýndur arftakinn, Jónína Sanders, sömuleiðis. Það er kominn þreyta í liðið, og
bæjarbúar eru orðnir þreyttir á sjálfstæðismönnum eftir samfellda veru
þeirra í meirihluta síðastlðinn 12 ár. Það er þekkt að langvarandi
valdaseta sama flokksins dregur úr frumkvæði, eykur hættuna á spillingu
og leiði læðist inn.
GRIPIÐ Í HÁLMSTRÁ
Við þessar erfiðu aðstæður hjá sjálfstæðismönnum grípa þeir í
hálmstráin, eftir saumnálarleit valdaklíkunnar innan flokksins eftir
nýjum foringja, þá kom í ljós að þeir treystu engum innanbæjarmanni fyrir því
verkefni. Þeir höfðu hins vegar frétt af föllnum foringja íhaldsins í
Reykjavík, sem í tvígang tapaði þar kosningum, þeim fannst hann meira
spennandi en áhugasamir flokksmenn héðan úr Reykjanesbæ. Þeir skelltu
síðan á klíkufundi og ákvörðun var tekin, málið var blásið upp í fjölmiðlum
og allt virtist klappað og klárt. Að vísu gleymdist að það er víst
fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins sem tekur að forminu til svona
ákvarðanir. Var því eftir á efnt til fundar, þar sem flokksmenn stóðu
frammi fyrir orðnum hlut og gátu ekki annað en samþykkt ákvörðun
klíkunnar. Var þó þungt í sumum sjálfstæðismönnum og fannst þeim
lýðræðinu lítil virðing sýnd, hvað þá getu og hæfi þeirra bæjarfulltrúa
flokksins og annarra forystumanna sem vilja halda áfram. Árni Sigfússon úr
Reykjavík er vafalaust vænsti piltur og hefur ef til vill eitthvað til
málanna að leggja hér í bæjarfélaginu, þegar hann hefur kynnt sér málin
og áttað sig á því hvað snýr upp og hvað niður hér í Reykjanesbæ. Hinu
verður ekki neitað að dapurleg er staðan hjá Sjálfstæðismönnum.
Hitt er jafnljóst að boðsendingin úr borginni hefur ekki lagað
ástandið milli meirihlutaflokkanna, Framsóknarflokkurinn hefur tekið
þetta óstinnt upp, og það hriktir í stoðum meirihlutans.
VIÐ ERUM TILBÚIN
Við jafnaðarmenn höldum okkar striki, við viljum lýðræði í staðinn
fyrir valdaklíkur, við viljum að fólk fái að ráða. Við efnum til opins
prófkjörs þann 23.febrúar næstkomandi og treystum kjósendum til að
velja. Ég hef setið í bæjarstjórn síðustu fjögur árin og gef kost á mér
til áframhaldandi setu fái ég til þess stuðning. Ég stefni á 2. sætið á
lista Samfylkingarinnar.
Það er ástæða til að hvetja
bæjarbúa til þátttöku í prófkjörinu og velja þannig úr góðum hópi
frambjóðenda og raða saman í sigurstranglegann lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 25. maí næstkomandi.
Það er kominn tími til að breyta til í Reykjanesbæ og kalla okkur
jafnaðarmenn til áhrifa. Ég er til í slaginn, vertu með í sigurliði okkar
jafnaðarmanna í Reykjanesbæ.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Á meðan við jafnaðarmenn undirbúum opið prófkjör, þar sem bæjarbúar geta hundruðum og þúsundum saman haft áhrif á það hvernig skipað verður á lista Samfylkingarinnar fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor, þá ákveða nokkrir forkólfar
Sjálfstæðisflokksins, í bakherbergjum, að enginn innanbæjarmaður sé
þess umkominn að leiða listann og því verði að sækja utanbæjarmann til þess verkefnis.
Hvort ætli bæjarbúum finnist lýðræðislegra?. Hvor aðferðin sýnir meira
traust á dómgreind kjósenda?. Ætli svörin við þessum spurningum liggi
ekki í augum uppi. Þetta er auðvitað í raun munurinn á okkur
lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum og aftur fámennisvaldinu sem öllu ræður
í Sjálfstæðisflokknum. Nákvæmlega hið sama verður uppi á teningnum,
þegar kemur að ólíkum stjórnunarstíl þessara flokka, því við
Samfylkingarmenn viljum vinna með fólkinu fyrir fólkið, en ekki taka
ákvarðanir sem þjóna hinum fáu á kostnað hinna mörgu, eins og oft er
háttur andstæðinga okkar í Sjálfstæðisflokknum.
Þessi vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að
framboðsmálum hans fyrir komandi kosningar, er klárlega vísbending um
það að tími er kominn til að hvíla flokkinn frá stjórn mála í
Reykjanesbæ. Oddviti flokksins, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, er að hætta og ókrýndur arftakinn, Jónína Sanders, sömuleiðis. Það er kominn þreyta í liðið, og
bæjarbúar eru orðnir þreyttir á sjálfstæðismönnum eftir samfellda veru
þeirra í meirihluta síðastlðinn 12 ár. Það er þekkt að langvarandi
valdaseta sama flokksins dregur úr frumkvæði, eykur hættuna á spillingu
og leiði læðist inn.
GRIPIÐ Í HÁLMSTRÁ
Við þessar erfiðu aðstæður hjá sjálfstæðismönnum grípa þeir í
hálmstráin, eftir saumnálarleit valdaklíkunnar innan flokksins eftir
nýjum foringja, þá kom í ljós að þeir treystu engum innanbæjarmanni fyrir því
verkefni. Þeir höfðu hins vegar frétt af föllnum foringja íhaldsins í
Reykjavík, sem í tvígang tapaði þar kosningum, þeim fannst hann meira
spennandi en áhugasamir flokksmenn héðan úr Reykjanesbæ. Þeir skelltu
síðan á klíkufundi og ákvörðun var tekin, málið var blásið upp í fjölmiðlum
og allt virtist klappað og klárt. Að vísu gleymdist að það er víst
fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins sem tekur að forminu til svona
ákvarðanir. Var því eftir á efnt til fundar, þar sem flokksmenn stóðu
frammi fyrir orðnum hlut og gátu ekki annað en samþykkt ákvörðun
klíkunnar. Var þó þungt í sumum sjálfstæðismönnum og fannst þeim
lýðræðinu lítil virðing sýnd, hvað þá getu og hæfi þeirra bæjarfulltrúa
flokksins og annarra forystumanna sem vilja halda áfram. Árni Sigfússon úr
Reykjavík er vafalaust vænsti piltur og hefur ef til vill eitthvað til
málanna að leggja hér í bæjarfélaginu, þegar hann hefur kynnt sér málin
og áttað sig á því hvað snýr upp og hvað niður hér í Reykjanesbæ. Hinu
verður ekki neitað að dapurleg er staðan hjá Sjálfstæðismönnum.
Hitt er jafnljóst að boðsendingin úr borginni hefur ekki lagað
ástandið milli meirihlutaflokkanna, Framsóknarflokkurinn hefur tekið
þetta óstinnt upp, og það hriktir í stoðum meirihlutans.
VIÐ ERUM TILBÚIN
Við jafnaðarmenn höldum okkar striki, við viljum lýðræði í staðinn
fyrir valdaklíkur, við viljum að fólk fái að ráða. Við efnum til opins
prófkjörs þann 23.febrúar næstkomandi og treystum kjósendum til að
velja. Ég hef setið í bæjarstjórn síðustu fjögur árin og gef kost á mér
til áframhaldandi setu fái ég til þess stuðning. Ég stefni á 2. sætið á
lista Samfylkingarinnar.
Það er ástæða til að hvetja
bæjarbúa til þátttöku í prófkjörinu og velja þannig úr góðum hópi
frambjóðenda og raða saman í sigurstranglegann lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 25. maí næstkomandi.
Það er kominn tími til að breyta til í Reykjanesbæ og kalla okkur
jafnaðarmenn til áhrifa. Ég er til í slaginn, vertu með í sigurliði okkar
jafnaðarmanna í Reykjanesbæ.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi.