Kanar og klöguskjóður
Það er alltaf líf og fjör á fundum hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Blaðamaður VF tekur púlsinn á því sem fram fer og segir frá hinni hliðinni...
Lok, lok og læs
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gerði heiðarlega tilraun til að loka minnihlutann úti í síðustu viku. Þegar bæjarstjórnarfundur var rétt í þann mund að hefjast. Þegar „hin heilaga þrenning“, Jóhann, Ólafur og Kristján Samfylkingarmenn, mættu á fundinn kom í ljós að millihurðin var læst. Kristján hringdi þá í hina og þessa úr gemsanum sínum og náði loks í Þorstein Erlingsson.
Óþekktin borgaði sig
Þorsteinn var búinn að koma sér vel fyrir í sæti sínu í fundarsalnum þegar síminn hringdi en taldi það ekki eftir sér að hleypa minnihlutanum inn á fundinn, enda er hann þekktur fyrir að vera einstaklega greiðvikinn og geðugur maður. Hitt er annað mál að bæjarfulltrúum hefur verið bannað að vera með kveikt á gemsum inní fundarsal bæjarstjórnar. Þessi óhlýðni Þorsteins koma sér samt vel í þetta skipti...
Eftirsjá Þorsteins
Ekki er laust við að Þorsteinn hafi á tímabili harmað að hafa hleypt þríeykinu inn því langur tími fór í málþóf um hvort vinbæjarsamskipti við Varnarliðið ættu rétt á sér. Fulltrúar minnilhlutans voru að sjálfsögðu á móti þeim, þó viðurkenndi Ólafur Thordersen, Krati og athafnamaður, að samskipti við íbúa á Vellinum yrðu að vera góð vegna gagnkvæmrar þjónustu.
Klöguskjóður
Ólafur gaf þó lítið fyrir regluleg vinabæjarsamskipti. Hann sagðist af fenginni reynslu vita að það þýddi lítið að eyða tíma í að kynnast fólkinu uppfrá eða uppfræða það um land og þjóð því það væri hvort eð er farið af landi brott innan skamms tíma. Auk þess þá væri þetta ekkert venjulegt samfélag. „Þar ganga samskipti fólks út á að klaga náungann, í von um að fá aukastrípu á einkennisbúninginn. Þetta er allt öðruvísi fólk en við“, sagði Ólafur.
Bær eða herstöð?
Vallarvinirnir Þorsteinn (D) og Björk (D) létu heldur betur í sér heyra þegar vinabæjarsamskipti við Völlinn voru til umræðu. Björk sagði að hún hikaði ekki við að kalla Völlinn bæjarfélag. Þar byggi venjulegt fólk sem hefði sömu þarfir og annað fólk. Jóhann Geirdal var algerlega ósammála þessari skilgreingu Bjarkar og sagðist ekki skilja í því hvernig hún gæti kallað herstöð „venjulegt bæjarfélag“...
Á skak með Kanann
Þorsteinn Erlingsson hélt áfram að verja vinabæjarsamskipti við Völlinn og sagði að þau þyrftu ekki að kosta mikla peninga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga heiðarleg samskipti við fólkið á varnarsvæðinu. Við þurfum ekki að bjóða þeim í dýrar veislu, það væri til dæmis hægt að bjóða þeim á skak“, sagði Þorsteinn.
Líkhúsið við Rauðarárstíginn
Eins og flestir vita þá hefur minnihlutinn gagnrýnt meirihlutann harðlega undanfarna mánuði, fyrir að koma hreinsun neðra Nikkel-svæðisins ekki í gegn hjá Utanríkisráðuneytinu. Kristmundur Ásmundsson (J) tók málið upp að nýju á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu og krafðist skýringa - hvort ráðuneytið væri virkilega að hunsa bæjarstjórn Reykjanesbæjar en síðasta bréf sem stjórninni barst frá ráðuneytinu er frá 5. desember 2000. Síðan hefur ekkert gerst í málinu, alla vega ekki formlega. Jóhann Geirdal ýtti við „Nikkel-umræðunni“ á síðasta bæjarstjórnarfundi og notaði þá orð Þorsteins Árnasonar (B) um Utanríkisráðuneytið, þegar hann kallaði það „Líkhúsið við Rauðarárstíginn“.
Styggjum ekki stóru karlana!
Fulltrúar minnihlutans stungu upp á að bæjarstjórnin gripi til harðra aðgerða til að knýja málið áfram í ráðuneytinu. Það væri kominn tími til að fá skýr svör. Böðvar Jónsson (D) varaði bæjarfulltrúa við því og sagði að málið væri í góðum farvegi og harðar aðgerðir gætu einungis tafið fyrir frekari framgöngu þess.
Guðbrandur kom sterkur inn
Guðbrandur Einarsson, varamaður Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, vakti verðskuldaða athygli á fundinum í síðustu viku. Hann lét heldur betur í sér heyra og ljóst er að þar fer maður með sterkar skoðanir. Jónína Sanders (D) sá sérstaka ástæðu til að nefna að Guðbrandur væri greinilega framtíðarmaður hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Stól hvers ætli hann taki?
Lok, lok og læs
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gerði heiðarlega tilraun til að loka minnihlutann úti í síðustu viku. Þegar bæjarstjórnarfundur var rétt í þann mund að hefjast. Þegar „hin heilaga þrenning“, Jóhann, Ólafur og Kristján Samfylkingarmenn, mættu á fundinn kom í ljós að millihurðin var læst. Kristján hringdi þá í hina og þessa úr gemsanum sínum og náði loks í Þorstein Erlingsson.
Óþekktin borgaði sig
Þorsteinn var búinn að koma sér vel fyrir í sæti sínu í fundarsalnum þegar síminn hringdi en taldi það ekki eftir sér að hleypa minnihlutanum inn á fundinn, enda er hann þekktur fyrir að vera einstaklega greiðvikinn og geðugur maður. Hitt er annað mál að bæjarfulltrúum hefur verið bannað að vera með kveikt á gemsum inní fundarsal bæjarstjórnar. Þessi óhlýðni Þorsteins koma sér samt vel í þetta skipti...
Eftirsjá Þorsteins
Ekki er laust við að Þorsteinn hafi á tímabili harmað að hafa hleypt þríeykinu inn því langur tími fór í málþóf um hvort vinbæjarsamskipti við Varnarliðið ættu rétt á sér. Fulltrúar minnilhlutans voru að sjálfsögðu á móti þeim, þó viðurkenndi Ólafur Thordersen, Krati og athafnamaður, að samskipti við íbúa á Vellinum yrðu að vera góð vegna gagnkvæmrar þjónustu.
Klöguskjóður
Ólafur gaf þó lítið fyrir regluleg vinabæjarsamskipti. Hann sagðist af fenginni reynslu vita að það þýddi lítið að eyða tíma í að kynnast fólkinu uppfrá eða uppfræða það um land og þjóð því það væri hvort eð er farið af landi brott innan skamms tíma. Auk þess þá væri þetta ekkert venjulegt samfélag. „Þar ganga samskipti fólks út á að klaga náungann, í von um að fá aukastrípu á einkennisbúninginn. Þetta er allt öðruvísi fólk en við“, sagði Ólafur.
Bær eða herstöð?
Vallarvinirnir Þorsteinn (D) og Björk (D) létu heldur betur í sér heyra þegar vinabæjarsamskipti við Völlinn voru til umræðu. Björk sagði að hún hikaði ekki við að kalla Völlinn bæjarfélag. Þar byggi venjulegt fólk sem hefði sömu þarfir og annað fólk. Jóhann Geirdal var algerlega ósammála þessari skilgreingu Bjarkar og sagðist ekki skilja í því hvernig hún gæti kallað herstöð „venjulegt bæjarfélag“...
Á skak með Kanann
Þorsteinn Erlingsson hélt áfram að verja vinabæjarsamskipti við Völlinn og sagði að þau þyrftu ekki að kosta mikla peninga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga heiðarleg samskipti við fólkið á varnarsvæðinu. Við þurfum ekki að bjóða þeim í dýrar veislu, það væri til dæmis hægt að bjóða þeim á skak“, sagði Þorsteinn.
Líkhúsið við Rauðarárstíginn
Eins og flestir vita þá hefur minnihlutinn gagnrýnt meirihlutann harðlega undanfarna mánuði, fyrir að koma hreinsun neðra Nikkel-svæðisins ekki í gegn hjá Utanríkisráðuneytinu. Kristmundur Ásmundsson (J) tók málið upp að nýju á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu og krafðist skýringa - hvort ráðuneytið væri virkilega að hunsa bæjarstjórn Reykjanesbæjar en síðasta bréf sem stjórninni barst frá ráðuneytinu er frá 5. desember 2000. Síðan hefur ekkert gerst í málinu, alla vega ekki formlega. Jóhann Geirdal ýtti við „Nikkel-umræðunni“ á síðasta bæjarstjórnarfundi og notaði þá orð Þorsteins Árnasonar (B) um Utanríkisráðuneytið, þegar hann kallaði það „Líkhúsið við Rauðarárstíginn“.
Styggjum ekki stóru karlana!
Fulltrúar minnihlutans stungu upp á að bæjarstjórnin gripi til harðra aðgerða til að knýja málið áfram í ráðuneytinu. Það væri kominn tími til að fá skýr svör. Böðvar Jónsson (D) varaði bæjarfulltrúa við því og sagði að málið væri í góðum farvegi og harðar aðgerðir gætu einungis tafið fyrir frekari framgöngu þess.
Guðbrandur kom sterkur inn
Guðbrandur Einarsson, varamaður Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, vakti verðskuldaða athygli á fundinum í síðustu viku. Hann lét heldur betur í sér heyra og ljóst er að þar fer maður með sterkar skoðanir. Jónína Sanders (D) sá sérstaka ástæðu til að nefna að Guðbrandur væri greinilega framtíðarmaður hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Stól hvers ætli hann taki?