Hverjum treystir þú best til að ráðstafa skattpeningum þínum?
Nú eru einungis rétt rúmir 90 dagar til sveitarstjórnarkosninga í landinu. Kosið verður laugardaginn 27. maí í öllum sveitarfélögum landsins.
Hér í Reykjanesbæ er ljóst að næstu kosningar verða sögulegar þar sem í fyrsta skipti í sögu sveitarfélagsins munu félagshyggjuöflin bjóða fram sameiginlegan lista þar sem óflokksbundnum íbúum Reykjanesbæjar er einnig boðið að taka þátt í mótun sveitarfélagsins. Kosningarnar snúast í raun og veru um hverjum kjósendur treysta best til að ráðstafa skattpeningum sínum, þ.e. tekjum sveitarfélagsins í þágu íbúanna.
Breiður hópur fólks býður sig fram til að vinna í okkar þágu
Ekki er enn ljóst hvaða einstaklingar munu skipa framboðslista hins nýja framboðs en flokkarnir sem bera ábyrgð á framboðinu skipuðu uppstillingarnefnd sem nú hefur lokið störfum og skilaði hún tillögu sinni til formanna beggja flokkanna nú í vikunni. Nú er einungis eftir að boða til félagsfunda hjá báðum flokkum og taka afstöðu til tillögu uppstillingarnefndar. Ljóst er að breiður hópur fólks hefur ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína fyrir okkar ágæta bæjarfélag og er það fagnaðarefni.
Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins hefur aukist og mun halda áfram að aukast
Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins í stjórnsýslu á Íslandi hefur verið að aukast undanfarin ár með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Grunnskólarnir eru gott dæmi um þessa þróun, en ljóst er að vilji er fyrir því bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum að færa fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur starfað að þessum málum og er formaður nefndarinnar Hjálmar Árnason alþingismaður okkar Suðurnesjamanna. Með auknum verkefnum sveitarfélaga er ljóst að mikilvægi sveitarstjórnarstigsins hefur aukist verulega og mun halda áfram að aukast eftir því sem verkefnum fjölgar. Hugmyndir eru m.a. um að færa alla þjónustu við aldraða og fatlaða til sveitarfélaganna auk heilsugæslunnar og jafnvel framhaldsskólastigið. Markmiðið með tilfærslu verkefnanna er fyrst og fremst að bæta þjónustu við íbúa og eru grunnskólarnir gott dæmi um vel heppnað verkefni sem á betur heima hjá sveitarfélögunum. Það er ljóst að með auknum verkefnum sveitarfélaganna færist ábyrgð einstakra málaflokka nær okkur sem njótum þjónustunnar en samhliða því bjóðast okkur tækifæri til að hafa mun meiri áhrif á rekstur málaflokkanna og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir okkur. Því verður þátttaka okkar í mótun samfélagsins æ mikilvægari og mikilvægi þess að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélagsins og góða þekkingu á þörfum þess veljist til að móta stefnuna verður enn mikilvægara.
Bæjarstjórnar en ekki „bæjarstjórakosningar”
Öllum ætti að vera ljóst á þessu hve mikilvægt það er að breiður hópur fólks veljist til starfa fyrir sveitarfélagið við stefnumótun þess. Í komandi sveitarstjórnarkosningum fáum við tækifæri til þess að kjósa þann hóp fólks sem við treystum best til að móta stefnu sveitarfélagsins í einstökum málum og framfylgja henni með sem hagkvæmustum hætti. Mikilvægt er að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélagsins veljist til þessarra starfa. Við megum ekki gleyma því að við erum að velja okkur bæjarstjórn en ekki „bæjarstjóra”. Ég persónulega hef verið hlynntur því að sveitarfélagið ráði sér faglegan rekstrarmann til að reka sveitarfélagið frá degi til dags í stað pólitíkus. Þetta módel er víða þekkt á Norðurlöndum þar sem sveitarfélög hafa farið þá leið að ráða til sín faglegan framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur sveitarfélagsins. Í slíkum tilfellum hefur forseti bæjarstjórnar tekið við auknum verkefnum er varða það að stýra fundum og mæta á opinberar samkomur fyrir hönd sveitarfélagsins og halda góðar ræður við hátíðleg tilefni.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna
Hér í Reykjanesbæ er ljóst að næstu kosningar verða sögulegar þar sem í fyrsta skipti í sögu sveitarfélagsins munu félagshyggjuöflin bjóða fram sameiginlegan lista þar sem óflokksbundnum íbúum Reykjanesbæjar er einnig boðið að taka þátt í mótun sveitarfélagsins. Kosningarnar snúast í raun og veru um hverjum kjósendur treysta best til að ráðstafa skattpeningum sínum, þ.e. tekjum sveitarfélagsins í þágu íbúanna.
Breiður hópur fólks býður sig fram til að vinna í okkar þágu
Ekki er enn ljóst hvaða einstaklingar munu skipa framboðslista hins nýja framboðs en flokkarnir sem bera ábyrgð á framboðinu skipuðu uppstillingarnefnd sem nú hefur lokið störfum og skilaði hún tillögu sinni til formanna beggja flokkanna nú í vikunni. Nú er einungis eftir að boða til félagsfunda hjá báðum flokkum og taka afstöðu til tillögu uppstillingarnefndar. Ljóst er að breiður hópur fólks hefur ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína fyrir okkar ágæta bæjarfélag og er það fagnaðarefni.
Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins hefur aukist og mun halda áfram að aukast
Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins í stjórnsýslu á Íslandi hefur verið að aukast undanfarin ár með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Grunnskólarnir eru gott dæmi um þessa þróun, en ljóst er að vilji er fyrir því bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum að færa fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur starfað að þessum málum og er formaður nefndarinnar Hjálmar Árnason alþingismaður okkar Suðurnesjamanna. Með auknum verkefnum sveitarfélaga er ljóst að mikilvægi sveitarstjórnarstigsins hefur aukist verulega og mun halda áfram að aukast eftir því sem verkefnum fjölgar. Hugmyndir eru m.a. um að færa alla þjónustu við aldraða og fatlaða til sveitarfélaganna auk heilsugæslunnar og jafnvel framhaldsskólastigið. Markmiðið með tilfærslu verkefnanna er fyrst og fremst að bæta þjónustu við íbúa og eru grunnskólarnir gott dæmi um vel heppnað verkefni sem á betur heima hjá sveitarfélögunum. Það er ljóst að með auknum verkefnum sveitarfélaganna færist ábyrgð einstakra málaflokka nær okkur sem njótum þjónustunnar en samhliða því bjóðast okkur tækifæri til að hafa mun meiri áhrif á rekstur málaflokkanna og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir okkur. Því verður þátttaka okkar í mótun samfélagsins æ mikilvægari og mikilvægi þess að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélagsins og góða þekkingu á þörfum þess veljist til að móta stefnuna verður enn mikilvægara.
Bæjarstjórnar en ekki „bæjarstjórakosningar”
Öllum ætti að vera ljóst á þessu hve mikilvægt það er að breiður hópur fólks veljist til starfa fyrir sveitarfélagið við stefnumótun þess. Í komandi sveitarstjórnarkosningum fáum við tækifæri til þess að kjósa þann hóp fólks sem við treystum best til að móta stefnu sveitarfélagsins í einstökum málum og framfylgja henni með sem hagkvæmustum hætti. Mikilvægt er að breiður hópur fólks með sterka skírskotun til samfélagsins veljist til þessarra starfa. Við megum ekki gleyma því að við erum að velja okkur bæjarstjórn en ekki „bæjarstjóra”. Ég persónulega hef verið hlynntur því að sveitarfélagið ráði sér faglegan rekstrarmann til að reka sveitarfélagið frá degi til dags í stað pólitíkus. Þetta módel er víða þekkt á Norðurlöndum þar sem sveitarfélög hafa farið þá leið að ráða til sín faglegan framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur sveitarfélagsins. Í slíkum tilfellum hefur forseti bæjarstjórnar tekið við auknum verkefnum er varða það að stýra fundum og mæta á opinberar samkomur fyrir hönd sveitarfélagsins og halda góðar ræður við hátíðleg tilefni.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna