Hitaveita Suðurnesja og sóknarfærin
Í febrúarhefti hins virta bandaríska vísindatímarits The Scientific American er fjallað um tæknibyltinguna í gagnaflutningum um rafmagnskerfið. Tímaritið gerir að umtalsefni möguleika almennings á að tengjast netinu „í sérhverju herbergi” á einfaldan og ódýran hátt. Það sem koma skal eru gagnaflutningar sem og sjónvarps- og bíórásir um rafkerfið fyrir hinn almenna neytanda.Þekkingarsamfélagið krefst öflugs upplýsinganets. Suðurnesin verða að fylgja þróuninni eigi þau að vera samkeppnisfær um atvinnufyrirtæki og fólk. Þess vegna þarf að bregðast við nýjungunum eins og t.d. þeim sem gera gagnaflutninga um rafkerfið á Suðurnesjum mögulega. Ég er ekki að halda því fram að Reykjanesbær eigi að taka óþarfa áhættu með fjárfestingum í netfyrirtæki, heldur er ég að benda á sóknarfæri fyrir Hitaveitu Suðurnesja og möguleika sem vert er að skoða. Sóknarfæri Hitaveitunnar felst ekki aðeins í orkuframleiðslu, heldur hugsanlega einnig í koparnum sem liggur í jörðinni og veitukerfinu sjálfu sem liggur út um allt. Hitaveita Suðurnesja hefur möguleika á að skapa sitt eigið „upplýsinganet” sem hin nýja tæknibylting býður upp á.
Hitaveita Suðurnesja h.f. er verðmætasta fyrirtæki Reykjanesbæjar. Ef gerðar eru arðsemiskröfur eins og á almennum fjármálamarkaði ætti fyrirtækið að geta skilað Reykjanesbæ á bilinu 250 til 300 miljónum króna í arð á ári. Það munar um minna. Eðlilegra er þó að gera lægri kröfur um arðsemisgreiðslur til hluthafa enda gerum við ýmsar samfélagslegar kröfur til fyrirtækisins. Hitaveita Suðurnesja var gerð að hlutafélagi á síðasta ári og athafnasvæði þess var stækkað. Þetta var jákvætt skref, en fráleitt er að mínu mati að einkavæða þetta góða félag fólksins. Skammsýnir aðilar við stjórnvölinn gætu látið slík mistök henda sig en Reykjanesbær á auðvitað ekki að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Gegn slíkum áformum mun ég leggjast, komist ég til áhrifa í bæjarstjórn í vor.
Hagnað af rekstri félagsins má nota að hluta til frekari uppbyggingar á Hitaveitu Suðurnesja og til að skapa ný sóknarfæri í atvinnulífinu á svæðinu. Ég nefni sóknarverkefni eins og t.d. „upplýsinganetið” og aðra vistvæna starfsemi sem þarf á orku að halda. Þannig skapar Reykjanesbær umgjörð um nýsköpun félags- og atvinnulífs í umhverfisvænu og menningarlegu samfélagi sem gerir það eftirsóknarvert að búa hér og starfa.
Skúli Thoroddsen
Hitaveita Suðurnesja h.f. er verðmætasta fyrirtæki Reykjanesbæjar. Ef gerðar eru arðsemiskröfur eins og á almennum fjármálamarkaði ætti fyrirtækið að geta skilað Reykjanesbæ á bilinu 250 til 300 miljónum króna í arð á ári. Það munar um minna. Eðlilegra er þó að gera lægri kröfur um arðsemisgreiðslur til hluthafa enda gerum við ýmsar samfélagslegar kröfur til fyrirtækisins. Hitaveita Suðurnesja var gerð að hlutafélagi á síðasta ári og athafnasvæði þess var stækkað. Þetta var jákvætt skref, en fráleitt er að mínu mati að einkavæða þetta góða félag fólksins. Skammsýnir aðilar við stjórnvölinn gætu látið slík mistök henda sig en Reykjanesbær á auðvitað ekki að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Gegn slíkum áformum mun ég leggjast, komist ég til áhrifa í bæjarstjórn í vor.
Hagnað af rekstri félagsins má nota að hluta til frekari uppbyggingar á Hitaveitu Suðurnesja og til að skapa ný sóknarfæri í atvinnulífinu á svæðinu. Ég nefni sóknarverkefni eins og t.d. „upplýsinganetið” og aðra vistvæna starfsemi sem þarf á orku að halda. Þannig skapar Reykjanesbær umgjörð um nýsköpun félags- og atvinnulífs í umhverfisvænu og menningarlegu samfélagi sem gerir það eftirsóknarvert að búa hér og starfa.
Skúli Thoroddsen