Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 22. janúar 2002 kl. 10:31

Gjaldskrá leikskóla - fjölskyldubærinn Reykjanesbær

Þann 24. sept 2002 var eftirfarandi bókað í Fjölskyldu og félagsmálaráði Reykjanesbæjar þar sem undirritaður situr.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að afsláttarkjör foreldra sem eiga mörg börn á leikskóla verði endurskoðuð.Greinargerð
Til fjölskyldu- og félagsmálaráðs hafa leitað foreldrar sem eiga fleiri en tvö börn á leikskóla vegna mikils kostnaðar við vistun barna sinna. Hefur þeim verið vísað á ráðið af embættismönnum, þar sem ekki sé heimild til þess að breyta þeim afsláttarkjörum sem samþykkt hafa verið. Fjölskyldu- og félagsmálaráð lítur svo á að þessi hópur eigi ekki að þurfa sérstaka meðhöndlun sem félagslegt vandamál, heldur þurfi gjaldskrá að vera þannig uppbyggð að hún taki mið af aðstæðum þessa hóps sem varla getur verið stór. Þegar borin eru saman afsláttarkjör ýmissa sveitarfélaga kemur í ljós að afsláttarkjör í Reykjanesbæ eru langt frá því besta sem gerist. T.d. býður Reykjavík 33% afslátt vegna annars barns og 75% afslátt vegna þess þriðja. Einnig er veittur afsláttur af matarkostnaði. Í Fjarðabyggð er 25% afsláttur vegna annars barns, 100% vegna þriðja. Kópavogur býður 33% afslátt af öðru barni og 75% af því þriðja. Sjá fskj. 2.

Fjölmiðlum þótti ástæða til að fjalla um bókunina, en hins vegar heyrðist hvorki hósti né stuna frá þeim sem um málið áttu að fjalla.

Þann 17. desember sl. sá Fjölskyldu- og félagsmálaráð ástæðu til að ítreka fyrra erindi sitt og loks þann 10. janúar er eftirfarandi bókað í bæjarráði Reykjanesbæjar:
3. mál bæjarstjórnar frá 2/10´01 sem er 4. mál c) fjölskyldu- & félagsmálaráðs frá 24/9´01, en þar er lagt til að afsláttarkjör foreldra sem eiga mörg börn á leikskóla verði endurskoðuð. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera samanburð á gjaldskrám Reykjanesbæjar, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogar, Garðabæjar og Fjarðarbyggðar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Á fundi í bæjarráði þann 17. jan 2002 er eftirfarandi bókað.

12. mál bæjarráðs frá 10/1´02 – Samanburður leikskólagjalda.
Jóhann Geirdal lagði fram eftirfarandi tillögu.
,,Við leggjum til að afsláttur fyrir 3ja barn verði 50% og 100% fyrir 4 barn"
17. janúar 2002
Jóhann Geirdal, Kristmundur Ásmundsson

Tillagan var felld með 3 atkvæðum meirihlutans.
Meirihlutinn telur ekki tilefni til að breyta gjaldskrá þar sem kostnaðarsamanburður sýnir að leikskólagjöld fyrir fjögur börn eru sambærileg og í öðrum sveitarfélögum.

Þannig hljóðar það. Og hvað felst svo í þessum kostnaðarsamanburði bæjarstjóra?
Samanburður bæjarstjóra:

8 tímar 2.barn 3. barn 4.barn Samtals
Rekjanesbær 15.960 11.970 9.576 9.576 47.082
Rekjavíkurborg 21.700 14.539 5.425 5.425 47.089
Hafnarfjörður 18.480 13.860 9.240 0 41580
Kópavogur 21.296 13.842 5.324 5.324 45.786
Garðabær 20.880 15.660 15.660 15.660 67.860
Fjarðabyggð 14.526 10.895 0 0 25.421


Bæjarstjóri ber saman grunngjald að viðbættum afsláttarkjörum hvers sveitarfélags fyrir sig og meirihluti bæjarráðs kemst að þeirri niðurstöðu í að þetta sé allt saman sambærilegt. Skoðum þetta aðeins betur. Fyrst ber að nefna að grunngjald í Reykjanesbæ þýðir ekki það sama og grunngjald í Kópavogi, Hafnarfirði eða Reykjavík. Í Reykjanesbæ þýðir það vistunargjald, en á hinum stöðunum þýðir það vistunargjald að viðbættri morgun- og síðdegishressingu sem sérstaklega er rukkað fyrir í Reykjanesbæ. Gjaldskráin í Reykjanesbæ er því í raun 3.000 kr. hærri er tölurnar gefa til kynna. Afsláttur þessara sveitarfélaga sem áður eru nefnd er veittur af heildarkostnaði leikskólavistunar þ.e vistunargjaldi að viðbættu gjaldi vegna hádegisverðar. Reykjanesbær veitir hins vegar aðeins afslátt af grunngjaldi og rukkar fullt gjald, bæði fyrir hádegisverð og hressingu.

Taflan hér að neðan sýnir í raun hver kostnaðurinn er við vistun barna í þeim sveitarfélögum sem bæjarráð óskaði eftir samanburði við.

Samanburður á gjaldskrám leikskóla í janúar 2002

Morgun- og síðdegishressing er innifalin í grunngjaldi Reykjvíkur,Kópavogs og Hafnarfjarðar.
Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður veita sama afslátt á hádegisverðargjaldi og grunngjaldi
Reykjanesbær og Fjarðabyggð veita engan afslátt af hádegisverðargjaldi né morgun- og
síðdegishressingu


Reykjan.bær Hafnarf. Kópavogur Fjarðabyggð Reykjavík Garðabær

Grunngjald 15.960 18.480 21.296 14.526 21.700 20.880
Hádegisverður 2.762 2.900 3.338 2.431 3.300 2.800
Morgun- og síðd.hr. 1.428 0 0 1.216 0 0


Dæmi um 8 tíma vistun með morgun- og síðdegishressingu


Reykjan.bær Hafnarf. Kópavogur Fjarðabyggð Reykjavík Garðabær

1 barn 21.578 21.380 24.685 18.864 25.000 23.680
2 börn 39.166 37.415 40.730 33.923 41.750 41.400
3 börn 54.360 48.105 46.902 41.218 48.000 59.200
4 börn 69.554 48.105 53.073 49.729 54.250 76.960

Greiðsla annara sveitarfélaga sem hlutfall af greiðslu Reykjanesbæjar

1barn 100% 99,08% 114,40% 87,42% 115,86% 109,74%
2 börn 100% 95,53% 103,99% 86,61% 106,60% 105,81%
3 börn 100% 88,49% 86,28% 75,82% 88,30% 108,90%
4 börn 100% 69,16% 76,30% 71,50% 78,00% 110,65%

Ofangreint dæmi sýnir svo ekki er um villst að þær tölur sem bæjarstjóri lagði fyrir bæjarráð og áttu að sýna sambærilegan kostnað við vistun barna á leikskólum í samanburðarsveitarfélögum, standast engan veginn. Það skiptir máli hvað er verið að bera saman. Þessi hlutföll mundu verða þau sömu ef forgangshópar væru skoðaðir. Hvað varðar vistunargjald barnmargra fjölskyldna er Reykjanesbær næstslakastur. Garðabær er í nokkrum sérflokki og vill greinilega ekki, líkt og í Kína, að fólk eigi mörg börn. Hin sveitarfélögin taka augljóslega tillit til þeirra sem við þessar aðstæður búa.
Hitt er svo annað mál hvort vilji sé til að reka svona pólitík eins og greinilega er rekinn í flestum nágrannasveitarfélögum hvað þennan þátt varðar. Ef ekki, þá eiga menn að þora að kannast við það og hætta þessum skollaleik.
Ég vil hvetja til vandaðri vinnubragða af hálfu þeirra sem veita eiga upplýsingar, bæjarstjórans í þessu tilviki. Greinilegt er að einungis er verið að veita hluta þeirra upplýsinga sem þarf til þess að samanburður sé raunhæfur. Ákvarðanataka sem byggir á svona ráðgjöf, getur aldrei orðið að neinu viti, nema að vísvitandi sé verið að beita blekkingum.
Það skyldi þó aldrei vera?

Guðbrandur Einarsson
fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskyldu og félagsmálaráði
Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024