Gerum með okkur samning!
Niðurstöður samræmdra prófa voru óvenju slakar í Reykjanesbæ á síðasta skólaári og í framhaldi af því hafa menn velt fyrir sér hvers vegna niðurstöður eru með þessum hætti. Við höfum oft átt sæmilegar, jafnvel góðar niðurstöður samræmdra prófa. En nú vorum við slök. Mér leiddist það stundum þegar menn óðu fram í viðtölum og fréttum og lýstu yfir skelfingu sinni vegna samræmdra prófa þegar engin ástæða var til. Menn hrópuðu „úlfur, úlfur” svo oft að lítið var tekið mark á þeim sem hæst höfðu. Ég skrifaði greinar um þetta a.m.k. tvisvar sinnum, segir Gylfi Guðmundsson í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir einnig:Skólar í Reykjanesbæ
Skólar í Reykjanesbæ er vel búnir, hafa öll tæki og tól sem þarf til svo skóli teljist hafa góðar aðstæður. Skólarnir fjórir eru glæsilegir og við erum býsna stolt yfir þeim aðstæðum sem við bjóðum nemendum og starfsfólki upp á. Skólarnir allir eru eins og vel smurð vél, allt skipulag er í góðum farvegi.
Ég trúi því að stjórnendur skólanna standi sig ekkert síður en stjórnendur annarra skóla. Bæjarstjórn hefur mikinn áhuga á skólamálum og vill allt gera svo árangur náist. Mér líst afar vel á nýjan bæjarstjóra, Árna Sigfússon. Hann er sjálfur kennari að mennt m.a. Hann er sjálfur formaður Skóla- og fræðsluráðs svo það er greinilegt hvar hans áherslur liggja.
Stærsti hluti kennara er með réttindi til kennslu og stór hluti fólks sem er án réttinda hefur góða menntun, margir þeirra eru með með háskólagráður þó þeir hafi ekki réttindi.
Skólarnir hafa allir reynt að bæta sig innan frá, reynt að skoða hvers vegna ekki næst sá árangur sem að er stefnt. Kennarar fylgjast stöðugt með vinnu nemenda og láta sér ekki nægja að dæma og meta árangur heldur hjálpa þeim að bæta hann. Ég trúi því að við leggjum okkur fram í skólunum og við höfum metnað til að ná árangri.
Hvað er góður skóli?
Í bókinni “Nordiska skolar i utveckling” eru dregnir saman 9 mikilvægir punktar um hvernig góður skóli á að vera. Þar segir í upptalningunni um góðan skóla:
1. Markmið skólans eru skýr og miklar væntingar eru gerðar til nemenda.
2. Skólinn einkennist af virkum áhuga á því að sýna árangur
3. Foreldrar taka þátt í skólalífinu og styðja starf skólans
4. Skólinn leggur áherslu á að þróa námsefni og kennsluaðferðir
5. Skólinn leggur áherslu á vinnufrið og góðan starfsanda
6. Stjórnun beinist að aðalviðfangsefni skólans – að barnið fái að þroskast
7. Stjórnendur og starfslið allt hafi jákvæða afstöðu til skólaþróunar
8. Fagleg endurmenntun fyrir kennara sé fastur liður í skólastarfinu
9. Skólinn fær stuðning frá umhverfinu.
Mér finnst þetta allt geta átt við skóla í Reykjanesbæ. Fræðimaðurinn Cuban velti því fyrir sér hvað er góður skóli. Hann telur upp þrjú atriði sem öll geta átt við skólana okkar:
1. Foreldrar, kennarar og nemendur eru ánægðir með skólann og nemendur vilja vera þar. Fólki finnst
mikilvægt að vera þátttakendur í góðum árangri skólans
2. Skólinn nær þeim skýru markmiðum sem hann hefur sett sér
3. Skólinn útskrifar nemendur sem viðurkenna gildi samfélagsins og sýna lýðræðislega hegðun, framkomu
og jákvæð viðhorf.
Hvað er þá að hjá okkur, hjá skólum í Reykjanesbæ?
Við stöndum okkur vel í íþróttum. Við erum afburðafók í sundi og körfubolta, oftast einnig í fótbolta, golfi o.s.frv. Við verðum að viðurkenna að við stöndum okkur miklu betur í íþróttum en í skóla. Hvers vegna er þetta svo?
Í hverju liggur munurinn?
Munurinn liggur kannski í því að við erum duglegri að hvetja börnin okkar áfram í íþróttum en námi.
En námið verður að vera undirstaðan til þess að við eigum betra líf og bjartari tíma sem fullorðnar manneskjur. Við skulum horfa á þá staðreynd að vel menntað fólk hefur miklu hærri laun en sá sem ekkert lærði.
Gerum með okkur samning!
Ég legg til að skólinn, nemendur og foreldrar geri með sér samning um að við ætlum öll að taka á þessu, öll sem eitt - saman. Við skulum leggja metnað okkar í að skólar hér verði ekki taldir með þeim slökustu vegna þess að við komum illa út úr samræmdum prófum.
Hvetjum nemendur, börnin okkar, til að ná þeim árangri sem þau geta náð og eiga skilið að ná.
Foreldrar! Tökum höndum saman! Hvetjum nemendur til náms ekki síður en í íþróttum!
Þá ná þeir árangri!
Lykillinn að bættum árangri
Ég er sannfærður um að lykillinn að bættum árangri nemenda á samræmdum prófum séu foreldrarnir. Þeir verða að hvetja börn sín, fylgjast með að þau vinni og sjá til þess að börnin þeirra leggi sig fram. Fylgist með heimavinnu barnanna. Nemendur eiga alltaf að vinna eitthvað heima, alltaf.
Við, kennarar og starfsfólk skólanna, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að nemendur standi sig. Stöndum öll saman, í öllum bekkjum skólanna, allir eiga eftir að fara í gegnum samræmt próf.
Frá fyrsta degi barns í skóla er nauðsynlegt og skylt að fylgjast með framvindu náms í skóla og heimanámi. Lítil börn ráða ekki við þetta ein. Foreldrar þurfa að sýna áhuga á náminu og fylgjast með því allan skólatímann, öll árin tíu. Við verðum að horfast í augu við þetta. Þetta er verkefni sem okkur ber að sinna sem foreldrar og uppalendur.
Foreldri þarf að vera vakandi hverja stund yfir velferð barns og sýna starfi þess og vinnu áhuga, alla daga, hverja stund. Þetta er lykilatriði.
14. okt. 2002
Gylfi Guðmundsson
skólastjóri Njarðvíkurskóla
Skólar í Reykjanesbæ er vel búnir, hafa öll tæki og tól sem þarf til svo skóli teljist hafa góðar aðstæður. Skólarnir fjórir eru glæsilegir og við erum býsna stolt yfir þeim aðstæðum sem við bjóðum nemendum og starfsfólki upp á. Skólarnir allir eru eins og vel smurð vél, allt skipulag er í góðum farvegi.
Ég trúi því að stjórnendur skólanna standi sig ekkert síður en stjórnendur annarra skóla. Bæjarstjórn hefur mikinn áhuga á skólamálum og vill allt gera svo árangur náist. Mér líst afar vel á nýjan bæjarstjóra, Árna Sigfússon. Hann er sjálfur kennari að mennt m.a. Hann er sjálfur formaður Skóla- og fræðsluráðs svo það er greinilegt hvar hans áherslur liggja.
Stærsti hluti kennara er með réttindi til kennslu og stór hluti fólks sem er án réttinda hefur góða menntun, margir þeirra eru með með háskólagráður þó þeir hafi ekki réttindi.
Skólarnir hafa allir reynt að bæta sig innan frá, reynt að skoða hvers vegna ekki næst sá árangur sem að er stefnt. Kennarar fylgjast stöðugt með vinnu nemenda og láta sér ekki nægja að dæma og meta árangur heldur hjálpa þeim að bæta hann. Ég trúi því að við leggjum okkur fram í skólunum og við höfum metnað til að ná árangri.
Hvað er góður skóli?
Í bókinni “Nordiska skolar i utveckling” eru dregnir saman 9 mikilvægir punktar um hvernig góður skóli á að vera. Þar segir í upptalningunni um góðan skóla:
1. Markmið skólans eru skýr og miklar væntingar eru gerðar til nemenda.
2. Skólinn einkennist af virkum áhuga á því að sýna árangur
3. Foreldrar taka þátt í skólalífinu og styðja starf skólans
4. Skólinn leggur áherslu á að þróa námsefni og kennsluaðferðir
5. Skólinn leggur áherslu á vinnufrið og góðan starfsanda
6. Stjórnun beinist að aðalviðfangsefni skólans – að barnið fái að þroskast
7. Stjórnendur og starfslið allt hafi jákvæða afstöðu til skólaþróunar
8. Fagleg endurmenntun fyrir kennara sé fastur liður í skólastarfinu
9. Skólinn fær stuðning frá umhverfinu.
Mér finnst þetta allt geta átt við skóla í Reykjanesbæ. Fræðimaðurinn Cuban velti því fyrir sér hvað er góður skóli. Hann telur upp þrjú atriði sem öll geta átt við skólana okkar:
1. Foreldrar, kennarar og nemendur eru ánægðir með skólann og nemendur vilja vera þar. Fólki finnst
mikilvægt að vera þátttakendur í góðum árangri skólans
2. Skólinn nær þeim skýru markmiðum sem hann hefur sett sér
3. Skólinn útskrifar nemendur sem viðurkenna gildi samfélagsins og sýna lýðræðislega hegðun, framkomu
og jákvæð viðhorf.
Hvað er þá að hjá okkur, hjá skólum í Reykjanesbæ?
Við stöndum okkur vel í íþróttum. Við erum afburðafók í sundi og körfubolta, oftast einnig í fótbolta, golfi o.s.frv. Við verðum að viðurkenna að við stöndum okkur miklu betur í íþróttum en í skóla. Hvers vegna er þetta svo?
Í hverju liggur munurinn?
Munurinn liggur kannski í því að við erum duglegri að hvetja börnin okkar áfram í íþróttum en námi.
En námið verður að vera undirstaðan til þess að við eigum betra líf og bjartari tíma sem fullorðnar manneskjur. Við skulum horfa á þá staðreynd að vel menntað fólk hefur miklu hærri laun en sá sem ekkert lærði.
Gerum með okkur samning!
Ég legg til að skólinn, nemendur og foreldrar geri með sér samning um að við ætlum öll að taka á þessu, öll sem eitt - saman. Við skulum leggja metnað okkar í að skólar hér verði ekki taldir með þeim slökustu vegna þess að við komum illa út úr samræmdum prófum.
Hvetjum nemendur, börnin okkar, til að ná þeim árangri sem þau geta náð og eiga skilið að ná.
Foreldrar! Tökum höndum saman! Hvetjum nemendur til náms ekki síður en í íþróttum!
Þá ná þeir árangri!
Lykillinn að bættum árangri
Ég er sannfærður um að lykillinn að bættum árangri nemenda á samræmdum prófum séu foreldrarnir. Þeir verða að hvetja börn sín, fylgjast með að þau vinni og sjá til þess að börnin þeirra leggi sig fram. Fylgist með heimavinnu barnanna. Nemendur eiga alltaf að vinna eitthvað heima, alltaf.
Við, kennarar og starfsfólk skólanna, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að nemendur standi sig. Stöndum öll saman, í öllum bekkjum skólanna, allir eiga eftir að fara í gegnum samræmt próf.
Frá fyrsta degi barns í skóla er nauðsynlegt og skylt að fylgjast með framvindu náms í skóla og heimanámi. Lítil börn ráða ekki við þetta ein. Foreldrar þurfa að sýna áhuga á náminu og fylgjast með því allan skólatímann, öll árin tíu. Við verðum að horfast í augu við þetta. Þetta er verkefni sem okkur ber að sinna sem foreldrar og uppalendur.
Foreldri þarf að vera vakandi hverja stund yfir velferð barns og sýna starfi þess og vinnu áhuga, alla daga, hverja stund. Þetta er lykilatriði.
14. okt. 2002
Gylfi Guðmundsson
skólastjóri Njarðvíkurskóla