Fræðslunet, framhaldsskóli og fullorðinsfræðsla
Eftir að grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna tók hann stakkaskiptum til hins betra. Hann var kominn þangað sem hann á að vera. Þar sem nærþjónustan er og á heima. Því þarf að fara sömu leið með framhaldsskólann nú og grunnskólann fyrir áratug.
Tölur tala sínu máli og strika undir þetta. Framlög til grunnskóla og leikskóla hafa hækkað verulega á síðustu árum og starfsemi þeirra og þjónusta batnað. Framlög Íslendinga til þessara skólastiga eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum eru nú á meðal þeirra hæstu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Á meðan framlögin til háskóla og framhaldsskólastigsins eru undir meðallagi. Háskólastigið raunar í 17. sæti á listanum.
Til að stíga fyrstu skrefin í þessa átt mun Samfylkingin leggja fram breytingu á lögum um reynslusveitarfélög þess efnis að menntamálaráðuneytinu verði heimilað að gera samninga við sveitarfélög um rekstur framhaldsskóla.
Fjöltækninám innan framhaldsskólanna
Við upphaf þings kynna flokkarnir sín áherslumál og á meðal þeirra sem Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á snúa að eflingu framhaldsskólans og fullorðinsfræðslunnar í landinu. Hún er margvísleg en það skortir samræmi og sérstaklega skilgreiningu á ábyrgð hins opinbera og kostnaðarþátttöku.
Samfylkingin leggur til í nýju þingmáli að komið verði á fót fjöltækninámi, innan tiltekinna verkmenntaskóla, nýtt tækifæri til náms verði búið til fyrir þá sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla sem eru 40.000 talsins á vinnumarkaði í dag og að verknám fjölbrautaskólanna verði eflt og endurnýjað.
Í sérstöku þingmáli leggjum við til verkmenntun verði efld og komið á fót fjöltækninámi sem sérstökum námsbrautum. M.a. til að auka framboð á fjölbreyttu verk- og tækninámi að loknum framhaldsskóla. Fjöltækninám er skólastig sem tekur við af framhaldsskóla og gegnir m.a. hlutverki frumgreinadeilda fyrir þá sem hafa lokið verknámi en ekki stúdentsprófi og lögð er áhersla á hagnýtt nám í verk og tæknigreinum.
Nýtt tækifæri til náms
Eins og ég nefndi eru á vinnumarkaði yfir 40.000 einstaklingar sem ekki hafa lokið viðurkenndu námi úr formlega menntakerfinu. Mörgum þeirra skortir farveg og hvatningu til að bæta við þekkingu sína og þar með auka möguleika á vinnumarkaði þó að hefðbundinn skólagöngualdur sé að baki. Ef svo má segja. Þá lýkur um fjórðungur nemenda hvers árgangs ekki viðurkenndu námi að loknum grunnskóla. Þessi hópur er vanræktur og afl hans vannýtt. Í því felst sóun fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið.
Þessum fjölmörgu einstaklingum ætlar Samfylkingin að skapa nýtt tækifæri til náms með áætlun um átak í menntun þeirra sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.
Fræðslunet og fullorðinsfræðsla
Samræma þarf og treysta fullorðinsfræðsluna með heildarlöggjöf þar sem m.a. verði sköpuð skilyrði til að þekkingargrunnur fólks með stutta skólagöngu að baki eða litla formlega menntun verði treystur með skipulögðum hætti. Það þarf að búa svo um hnúta að almenn stefna varðandi fullorðinsfræðslu verði skýrð og skilgreint hverjir eigi að bera ábyrgð á hvaða þáttum hennar og hvernig kostnaðurinn eigi að skiptast.
Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni hafa starfað lengi án lagaramma og því leggjum við fram sérstakt lagafrumvarp um starfsemi þeirra sem Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur veg og vanda að. Raunverulegur kostnaður hefur ekki fengist viðurkenndur af ríkisvaldinu og bera sveitarfélög m.a. kostnað vegna framhaldsskóla- og háskólanáms sem ríkissjóður ber þar sem viðkomandi skólar eru staðsettir. Fræðslunetin eru bylting fyrir landsbyggðina hvað varðar aðgang að menntun. Þau þarf að styrkja og taka utan um með þessum hætti.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Tölur tala sínu máli og strika undir þetta. Framlög til grunnskóla og leikskóla hafa hækkað verulega á síðustu árum og starfsemi þeirra og þjónusta batnað. Framlög Íslendinga til þessara skólastiga eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum eru nú á meðal þeirra hæstu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Á meðan framlögin til háskóla og framhaldsskólastigsins eru undir meðallagi. Háskólastigið raunar í 17. sæti á listanum.
Til að stíga fyrstu skrefin í þessa átt mun Samfylkingin leggja fram breytingu á lögum um reynslusveitarfélög þess efnis að menntamálaráðuneytinu verði heimilað að gera samninga við sveitarfélög um rekstur framhaldsskóla.
Fjöltækninám innan framhaldsskólanna
Við upphaf þings kynna flokkarnir sín áherslumál og á meðal þeirra sem Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á snúa að eflingu framhaldsskólans og fullorðinsfræðslunnar í landinu. Hún er margvísleg en það skortir samræmi og sérstaklega skilgreiningu á ábyrgð hins opinbera og kostnaðarþátttöku.
Samfylkingin leggur til í nýju þingmáli að komið verði á fót fjöltækninámi, innan tiltekinna verkmenntaskóla, nýtt tækifæri til náms verði búið til fyrir þá sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla sem eru 40.000 talsins á vinnumarkaði í dag og að verknám fjölbrautaskólanna verði eflt og endurnýjað.
Í sérstöku þingmáli leggjum við til verkmenntun verði efld og komið á fót fjöltækninámi sem sérstökum námsbrautum. M.a. til að auka framboð á fjölbreyttu verk- og tækninámi að loknum framhaldsskóla. Fjöltækninám er skólastig sem tekur við af framhaldsskóla og gegnir m.a. hlutverki frumgreinadeilda fyrir þá sem hafa lokið verknámi en ekki stúdentsprófi og lögð er áhersla á hagnýtt nám í verk og tæknigreinum.
Nýtt tækifæri til náms
Eins og ég nefndi eru á vinnumarkaði yfir 40.000 einstaklingar sem ekki hafa lokið viðurkenndu námi úr formlega menntakerfinu. Mörgum þeirra skortir farveg og hvatningu til að bæta við þekkingu sína og þar með auka möguleika á vinnumarkaði þó að hefðbundinn skólagöngualdur sé að baki. Ef svo má segja. Þá lýkur um fjórðungur nemenda hvers árgangs ekki viðurkenndu námi að loknum grunnskóla. Þessi hópur er vanræktur og afl hans vannýtt. Í því felst sóun fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið.
Þessum fjölmörgu einstaklingum ætlar Samfylkingin að skapa nýtt tækifæri til náms með áætlun um átak í menntun þeirra sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.
Fræðslunet og fullorðinsfræðsla
Samræma þarf og treysta fullorðinsfræðsluna með heildarlöggjöf þar sem m.a. verði sköpuð skilyrði til að þekkingargrunnur fólks með stutta skólagöngu að baki eða litla formlega menntun verði treystur með skipulögðum hætti. Það þarf að búa svo um hnúta að almenn stefna varðandi fullorðinsfræðslu verði skýrð og skilgreint hverjir eigi að bera ábyrgð á hvaða þáttum hennar og hvernig kostnaðurinn eigi að skiptast.
Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni hafa starfað lengi án lagaramma og því leggjum við fram sérstakt lagafrumvarp um starfsemi þeirra sem Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur veg og vanda að. Raunverulegur kostnaður hefur ekki fengist viðurkenndur af ríkisvaldinu og bera sveitarfélög m.a. kostnað vegna framhaldsskóla- og háskólanáms sem ríkissjóður ber þar sem viðkomandi skólar eru staðsettir. Fræðslunetin eru bylting fyrir landsbyggðina hvað varðar aðgang að menntun. Þau þarf að styrkja og taka utan um með þessum hætti.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.