Fortíð, nútíð og framtíð - þankagangur á góðviðrisdegi
Fortíðin geymir sögu okkar sem framsæknir sjómenn og voru Suðurnesin einn stærsti útgerðarstaður í áratugi á Íslandi. Fólk flutti hingað og stundaði sjósókn og aflinn var unninn í fjölmörgum frystihúsum hér. Þjóðartekjur voru háar frá Suðurnesjum og velferð hérna góð. Nálægðin við fiskimiðin eru stutt og tækifærin til að koma með ferskt hráefni til fiskvinnslu afar góð. Allir sem vettlingi gátu valdið gátu unnið í fiski og tengdum störfum nánast allann sólarhringinn ef svo bar undir. Í minningunni sér undirritaður höfnina í Keflavík af iðandi mannlífi, bátar að landa og stórt flutningaskip að lesta fiskafurðir, frosinn fisk, loðnuafurðir, saltfisk eða skreið. Allir í góðu skapi og peningalyktin að kæfa allt og alla þannig að jafnvel þvottur á snúrum gat ekki verið í friði í þurrknum úti fyrir peningalyktinni.
Nútíðin er önnur en þá. Peningalykt leggur jú annars lagið frá Helguvíkinni og er gott að fara þangað og anda að sér hinni heilnæmu peningalykt, nútímatækni gerir það að verkum að þvottur getur verið á snúrum án þess að mengast af peningalykt. Uppbygging Helguvíkur er iðandi af mannlífi tengt margvíslegum iðnaði og er hvergi séð fyrir endann á þeirri uppbyggingu, sem betur fer. Mörg tækifæri eru tengd við Helguvík og fá vonandi öll að verða að veruleika. Í höfnunum í Keflavík og Njarðvík er hinsvegar nokkuð rólegt yfir hlutunum. Í Njarðvík er verið að vinna í því að gera klárt fyrir tvö skip að sigla til Danmerkur. Í brotajárn. Nú fór hugurinn á virkilegt skrið og þankagangurinn varð bæði skelfilegur og magnþrunginn. Hvað er að gerast hér hugsaði ég með mér, getur verið að hér sé tækifæri til að búa til atvinnutækifæri. Reyndar er undirritaður búinn að setja fram fyrir nokkrum mánuðum hugmynd um að í slippnum í Njarðvík gæti verið unnið í því að umhverfisvæna gömul og ónotuð fiskiskip og sökkva þeim á fiskislóð til að stuðla að sjálfbærri fiskveiðistjórnun, álitsgerð og greinarskrif voru send til háttvirtra alþingismanna um þessi málefni. Sjálfsagt er þetta í nefnd. Alþingismennirnir höfðu samband við mig að fyrra bragði. Afhverju er eru skipin að fara í brotajárn spurði ég mann frá Slippnum sem var að losa sig við þennann ófögnuð(Ársæl gamla Ke 17). Það vantar svo mikið brotajárn vegna stríðsins í Írak, svo eru Kínverjarnir að smíða svo mikið af skipum var svarið. Getum við ekkert gert til að selja brotajárn eða umhverfisvæna skipin spurði ég, en ekkert svar.
Framtíðin okkar er óljós. Alla daga heyrum við af uppsögnum starfsfólks um öll Suðurnes. Er herinn að fara, kvótinn orðinn landflótta af svæðinu(Grindavík undantekning), skipum siglt út í brotajárn, svæðið að verða svefnpláss eða hvað. Laust þá niður hugmynd um svæðið í Njarðvíkurhöfn. Er hægt að þrýsta á stjórnvöld um að koma að uppbyggingu safns sem sýnir hvernig þjóðin lifði á fiskinum okkar og framfleytti sér í aldanna rás og tengja alla þætti Hafsins, fiskins, smíðar og endurbyggingu skipastólsins o.m.fl. Frystihúsið(Sjöstjarnan gamla) sýndi frá fiskvinnslu, í slippnum yrði til sýnis það sem tengist smíðum og viðhaldi fiskibáta og skipa, fiskmarkaðurinn væri opinn, sædýrasafn yrði sett upp, Vélsmíðja Suðurnesja væri hluti af safninu og allt svæðið yrði útbúið þannig að sómi væri að sýna það og nánasta umhverfi snyrt og gert umhverfisvænt. Ferðamenn framtíðarinnar, komandi kynslóðir Íslendinga og fræðimenn framtíðarinnar í fiskvinnslu og sjávarútvegsfræðum kæmu að uppbyggingu safnsins sem og það sem við Suðurnesjamenn eru frægastir fyrir og notum gjarnan okkur til framdráttar, FAST ÞEIR SÓTTU SJÓINN OG SÆKJA HANN ENN.
Nú er að vera framsækinn og sækja á stjórnvöld svo uppbygging þessa svæðis haldi áfram.
Með vinsemd og virðingu
Tómas J. Knútsson.
Skrifað laugardaginn 8. maí 2004.
Nútíðin er önnur en þá. Peningalykt leggur jú annars lagið frá Helguvíkinni og er gott að fara þangað og anda að sér hinni heilnæmu peningalykt, nútímatækni gerir það að verkum að þvottur getur verið á snúrum án þess að mengast af peningalykt. Uppbygging Helguvíkur er iðandi af mannlífi tengt margvíslegum iðnaði og er hvergi séð fyrir endann á þeirri uppbyggingu, sem betur fer. Mörg tækifæri eru tengd við Helguvík og fá vonandi öll að verða að veruleika. Í höfnunum í Keflavík og Njarðvík er hinsvegar nokkuð rólegt yfir hlutunum. Í Njarðvík er verið að vinna í því að gera klárt fyrir tvö skip að sigla til Danmerkur. Í brotajárn. Nú fór hugurinn á virkilegt skrið og þankagangurinn varð bæði skelfilegur og magnþrunginn. Hvað er að gerast hér hugsaði ég með mér, getur verið að hér sé tækifæri til að búa til atvinnutækifæri. Reyndar er undirritaður búinn að setja fram fyrir nokkrum mánuðum hugmynd um að í slippnum í Njarðvík gæti verið unnið í því að umhverfisvæna gömul og ónotuð fiskiskip og sökkva þeim á fiskislóð til að stuðla að sjálfbærri fiskveiðistjórnun, álitsgerð og greinarskrif voru send til háttvirtra alþingismanna um þessi málefni. Sjálfsagt er þetta í nefnd. Alþingismennirnir höfðu samband við mig að fyrra bragði. Afhverju er eru skipin að fara í brotajárn spurði ég mann frá Slippnum sem var að losa sig við þennann ófögnuð(Ársæl gamla Ke 17). Það vantar svo mikið brotajárn vegna stríðsins í Írak, svo eru Kínverjarnir að smíða svo mikið af skipum var svarið. Getum við ekkert gert til að selja brotajárn eða umhverfisvæna skipin spurði ég, en ekkert svar.
Framtíðin okkar er óljós. Alla daga heyrum við af uppsögnum starfsfólks um öll Suðurnes. Er herinn að fara, kvótinn orðinn landflótta af svæðinu(Grindavík undantekning), skipum siglt út í brotajárn, svæðið að verða svefnpláss eða hvað. Laust þá niður hugmynd um svæðið í Njarðvíkurhöfn. Er hægt að þrýsta á stjórnvöld um að koma að uppbyggingu safns sem sýnir hvernig þjóðin lifði á fiskinum okkar og framfleytti sér í aldanna rás og tengja alla þætti Hafsins, fiskins, smíðar og endurbyggingu skipastólsins o.m.fl. Frystihúsið(Sjöstjarnan gamla) sýndi frá fiskvinnslu, í slippnum yrði til sýnis það sem tengist smíðum og viðhaldi fiskibáta og skipa, fiskmarkaðurinn væri opinn, sædýrasafn yrði sett upp, Vélsmíðja Suðurnesja væri hluti af safninu og allt svæðið yrði útbúið þannig að sómi væri að sýna það og nánasta umhverfi snyrt og gert umhverfisvænt. Ferðamenn framtíðarinnar, komandi kynslóðir Íslendinga og fræðimenn framtíðarinnar í fiskvinnslu og sjávarútvegsfræðum kæmu að uppbyggingu safnsins sem og það sem við Suðurnesjamenn eru frægastir fyrir og notum gjarnan okkur til framdráttar, FAST ÞEIR SÓTTU SJÓINN OG SÆKJA HANN ENN.
Nú er að vera framsækinn og sækja á stjórnvöld svo uppbygging þessa svæðis haldi áfram.
Með vinsemd og virðingu
Tómas J. Knútsson.
Skrifað laugardaginn 8. maí 2004.