Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 4. maí 2002 kl. 17:39

Aukin þjónusta við nemendur “einstaklingsmiðað nám”

Eins og foreldrum í Reykjanesbæ er vel kunnugt hefur Framsóknarflokkurinn einbeitt sér að skólamálum í meirihlutasamstarfinu síðastliðin fjögur ár. Við höfum einsett okkur að fylgja málum eftir á næsta kjörtímabili með áherslur á innri mál skólanna. Þetta skrifar Skúli Þ. Skúlason í gein sinni til Víkurfrétta í dag. Í stefnuskrá okkar framsóknarmanna segir t.d. um skólamálin “ Gerðir verði námssamningar við nemendur og einstaklingsmiðað nám aukið, t.d. við bráðger börn og önnur börn með sérþarfir “.

Í dag eru grunnskólanemendur 30 – 37 kennslustundir á viku í námi. Nemendur í 8. – 10. bekk eru að lágmarki 37 kennslustundir í skólanum og má gera ráð fyrir að vinnutími þeirra sé frá kl. 8 á morgnanna til tvo eða þrjú á daginn fyrir utan síðan heimanámið sem er mismikið, Álag á nemendur er því mikið. Í grunnskólalögum segir “ val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskólanna að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska ( Aðalnámsskrá 1999:32)”.

PISA-rannsóknin
Samkvæmt niðurstöðum Pisa rannsóknarinnar , sem er nýleg alþjóðleg rannsókn á vegum OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði kemur í ljós að hér á landi standa nemendur sig vel þó er hlutfall afburðanemendur minna heldur en í viðmiðunarlöndunum . Hvers vegna ætli það sé ? Tímafjöldi nemenda er svipaður eða ívið lengri hér á landi en annarsstaðar. Ein skýring gæti verið skortur á ögrandi og krefjandi verkefnum fyrir þessa nemendur. Önnur skýring gæti verið sú að áherslur okkar og skilningur á hugtakinu “sérkennsla” þýði aðallega þjónusta við þá nemendur sem eiga erfiðara um nám. Það þarf enginn að segja mér að í okkar skólum leynist ekki sama hlutfall afburðanemenda og í öðrum löndum og þau börn eiga líka rétt á að þroskast í takt við sína hæfileika. Við erum t.d. með samræmd próf í 4. bekk og sjöunda bekk og ef þau próf erum einhverjir mælikvarðar sem við teljum viðunandi eru þau tímapunktur þar sem skólarnir gætu haft frumkvæði að því að bjóða nemendum uppá námssamninga og meira ögrandi skólaumhverfi.

Einstaklingsmiðað nám
Markmið aðalnámskrár grunnskóla eiga hvorki að skoðast sem hámark né lágmark varðandi yfirferðar á námsefni. Þannig er gert ráð fyrir að sérhver skóli lagi námið m.a. að bráðgerum börnum. Þau fái tækifæri til að nýta skólatímann til hins ítrasta með krefjandi og flóknari verkefnum. Leið til þess að koma á móts við þennan hóp nemenda er t.d. með einstaklingsmiðuðu námi þar sem foreldrar, nemandi og skóli gera samning um framvindu námsins . Reykjanesbær hefur heimilað stöðu námsráðgjafa við skólana og að mínu viti áríðandi að það takist að manna vel þær stöður því námsráðgjafar gætu haft þetta verkefni í sinni umsjá innan skólans. Þeir gætu séð um samningagerð með umsjónarkennara og verið leiðbeinandi og til aðstoðar um námsframboð og verkefni. Samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er lykilatriði . Í dag er gott samstarf milli grunnskólanna og F.S. og nemendum í 10. bekk stendur til boða að taka byrjunaráfanga í fjölbraut sem val í 10. bekk. Þetta samstarf þarf að auka og tryggja að námsframvinda sé eðlileg og í takt.

HeimiliðÞað er áríðandi að foreldrar séu þátttakendur í samningi nemandans og skólans, bæði treystir það samband heimila og skóla og er líka mikilvægt með tilliti til félagslegra aðstæðna, tómstundaiðkunar og þroska nemandans. Þá þarf nemandinn sjálfur að hafa vilja og kjark til þess að skara framúr og þroska til þess að standast neikvæð viðhorf til bættrar námsframvindu .

Einstaklingsmiðað nám er ein leið til að bæta innra starf skólanna. Framsóknarflokkurinn mun áfram leggja sig fram um að bæta skólastarf í Reykjanesbæ.


Skúli Þ Skúlason
X-B
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024