Á bátasafnið að víkja fyrir myndlistarsýningum?
Þann 11. maí síðastliðinn var Bátasafn Gríms opnað með promp og pragt að viðstöddum bæjarfulltrúum og þingmönnum, ásamt fjölda áhugamanna um þetta merka framtak. Ræður voru fluttar, loforð og fyrirheit gefin um að þetta væri aðeins byrjun á öðru meira af sama toga. Viðbótar húsnæði væri komið vel á veg og þá opnuðust möguleikar á að bæta við ,,flotann´´ og stilla fram munum sem tengjast vélbátaútgerðinni, sem var hvað öflugast hér á í áratugi, 40 til 60 bátar á vertið og jafnvel fleiri á hausti á reknetunum þegar mest var.
Eftir miklar hremmingar er nú verið að ganga frá sal við hliðina á Bátasafninu, þá berast fréttir af því að hann eigi að taka undir myndlistarsýningar, með miklum aukakosnaði. Væntanlega verður þá ekki rúm fyrir fleiri bátalíkön, sem talsvert býðst þó af og heldur ekki muni, sem áhugamenn töldu a ð flygj ætti Bátasafninu og glæða það lífi.
Suðurnesin byggðust upp á bátaútgerð, það er verðugt verkefni að gera sögu hennar góð skil. Bátasafn Gríms er góður áfangi, mörg líkön geta bæst við það, sem fylla munu þennan sal, einhver hafa þegar verið gefin safninu en ekki verið tekið við þeim, pláss er á þrotum. Byggðarsafnið á mörg líkön m.a. frá árabátatímanum og sitthvað annað frá þeim tíma. Í safninu á Vatnsnesi getur það ekki notið sín.
Það ferí vöxt að eldra fólk flytur i minna húsnæði, þá er það í vanda með sitthvað af dóti, þar á meðal líkön, sem það myndi með ánægju gefa ef tryggt væri að því væri sómi sýndur. Koma víkingaskipsins Ingólfs er toppurinn á Bátasafnið, sýningu á því mætti tengja safninu, þar með hefðum við safn, sem einstakt væri að geta boðið ferðamönnunum upp á. Það yrði líka frábært að geta boðið skólafólki að kynnast þessari sögu með ,,hlutrænum hætti´´.
Ólafur Björnsson
Eftir miklar hremmingar er nú verið að ganga frá sal við hliðina á Bátasafninu, þá berast fréttir af því að hann eigi að taka undir myndlistarsýningar, með miklum aukakosnaði. Væntanlega verður þá ekki rúm fyrir fleiri bátalíkön, sem talsvert býðst þó af og heldur ekki muni, sem áhugamenn töldu a ð flygj ætti Bátasafninu og glæða það lífi.
Suðurnesin byggðust upp á bátaútgerð, það er verðugt verkefni að gera sögu hennar góð skil. Bátasafn Gríms er góður áfangi, mörg líkön geta bæst við það, sem fylla munu þennan sal, einhver hafa þegar verið gefin safninu en ekki verið tekið við þeim, pláss er á þrotum. Byggðarsafnið á mörg líkön m.a. frá árabátatímanum og sitthvað annað frá þeim tíma. Í safninu á Vatnsnesi getur það ekki notið sín.
Það ferí vöxt að eldra fólk flytur i minna húsnæði, þá er það í vanda með sitthvað af dóti, þar á meðal líkön, sem það myndi með ánægju gefa ef tryggt væri að því væri sómi sýndur. Koma víkingaskipsins Ingólfs er toppurinn á Bátasafnið, sýningu á því mætti tengja safninu, þar með hefðum við safn, sem einstakt væri að geta boðið ferðamönnunum upp á. Það yrði líka frábært að geta boðið skólafólki að kynnast þessari sögu með ,,hlutrænum hætti´´.
Ólafur Björnsson