Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 15:28

Samverustund í Keflavíkurkirkju í beinu streymi

Samverustund verður haldin í dag kl. 17:00 í Keflavíkurkirkju fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk. Samveran verður í beinu streymi.

Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Meðlimir úr kór Grindavíkurkirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Sóknarfólk úr Grindavík flytur bænir. Prestur kaþólsku kirkjunnar á Suðurnesjum verður með bæn og hugvekju.

Frú Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri, flytja ávörp.

Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar.

Við hvetjum alla til að sýna samtöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélaginu með hvert öðru.

Við minnum á [email protected] eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.

Verið hjartanlega velkomin.