Fimmtudagur 2. september 2021 kl. 19:30

Á fjórhjólum horn í horn á innan við sólarhring í Suðurnesjamagasíni

Félagarnir Guðbergur Reynisson, Arngrímur Guðmundsson og Sævar Baldursson fóru á fjórhjólum frá Reykjanesi að Fonti á Langanesi á innan við sólarhring nú í haust. Við segjum frá ferðalaginu í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Þátturinn er frumsýndur á Hringbraut kl. 19:30 á fimmtudagskvöld og á sama tíma á vf.is.

Við ræðum einnig við Smára Guðmundsson sem var að gefa út The Apotheker, magnað verk á vínil og í textabók, sem í framtíðinni verður útvarpsleikrit, sviðsverk og vonandi bíómynd.

Midnight Librarian héldu útgáfutónleika um liðna helgi. Við vorum þar og tókum stutt spjall við hljómsveitarmeðlimi og spilum stutt hljóðdæmi.

Svo segjum við frá opnun nýrra sýninga í Duus Safnahúsum þar sem Víkurfréttir opna m.a. ljósmyndasýningu með myndum frá árunum 1983 til 1993.