Optical Studio
Optical Studio

Mannlíf

Vel sóttur jólabókalestur á Bókasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 4. desember 2018 kl. 15:48

Vel sóttur jólabókalestur á Bókasafni Reykjanesbæjar

Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar var haldið síðastliðinn fimmtudag  og var það virkilega vel sótt eins og oft áður.
Þær Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Dagný Maggýjar lásu vel valda kafla úr nýútkomnum bókum sínum; Hið heilaga orð, Hasim og Á heimsenda. Þær Dagný og Þóra Kristín eru báðar Suðurnesjakonur en Sigríður er kunn sjónvarpskona á RÚV.
Rafmagnsgítarleikarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hófu kvöldið með samspili en það voru þeir Sigurður Baldvin Ólafsson, Arnar Geir Halldórsson og Aron Örn Óskarsson sem spiluðu nokkur lög.

Sigríður Hagalín las úr bók sinni Hið heilaga orð.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, rithöfundur úr Keflavík las úr bók sinni Hasim.

Dagný Gísladóttir las úr bók sinni „Á heimsenda“.

Fólk fjölmennti á bókalesturinn.

Rafmagnsgítarleikarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku nokkur lög.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs