Skátarnir opnuðu sumarið með árlegri skrúðgöngu
Skátafélagið Heiðabúar fagnaði sumri eins og það hefur gert í sjötíu ár með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. Gengið var frá skátaheimilinu í Keflavík hefðbundinn hring um bæinn og endaði í Keflavíkurkirkju þar sem gengið var til skátamessu.
Skátarnir eru þó ekki einir í þessari árlegu göngu sem hefur ekki verið farin í heimsfaraldri því lögregluþjónar og lögreglubíll fara í fararbroddi og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar alla leiðina og setur ómissandi svip á gönguna.
Það er líka hefðbundið að Víkurfréttir myndi gönguna og hér fylgir myndskeið frá upphafi hennar og myndir.