Flugger
Flugger

Íþróttir

Þrjár fimleikastelpur úr Reykjanesbæ í öðru sæti á Norðurlandamóti unglinga í hópfimleikum
Helen María, Írisi Björk og Margréti Júlía eru allar uppaldar hjá fimleikadeild Keflavíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 11. maí 2024 kl. 06:05

Þrjár fimleikastelpur úr Reykjanesbæ í öðru sæti á Norðurlandamóti unglinga í hópfimleikum

Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum var haldið í Lundi í Svíþjóð í síðasta mánuði. Fjögur íslensk lið unnu sér inn keppnisrétt á mótinu, tvö kvennalið og tvö blönduð lið, sem samanstanda af bæði drengjum og stúlkum.

Annað af tveimur kvennaliðum mótsins var lið Gerplu frá Kópavogi en með því keppa þrjár ungar stúlkur úr Reykjanesbæ, þær Helen María, Írisi Björk og Margréti Júlía. Allar koma þær úr fimleikadeild Keflavíkur þar sem þær hafa stundað áhaldafimleika með góðum árangri frá barnsaldri en ákváðu að breyta til og færðu sig yfir í hópfimleika hjá Gerplu í byrjun árs 2023.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kvennalið Gerplu á Norðulandamótinu.


Gerplustelpurnar skiluðu sínum æfingum óaðfinnanlega og enduðu mótið í öðru sæti á eftir ABGS frá Svíþjóð.