JS Campers
JS Campers

Íþróttir

Stuð á páskamóti Góu
Laugardagur 4. maí 2019 kl. 06:00

Stuð á páskamóti Góu

Hið álega páskamót Góu var haldið í aðstöðu júdódeildar UMFN miðvikudaginn 24. apríl. Þrjátíu keppendur mættu til leiks á aldrinum fimm til fjórtán ára þar sem fjórtán stúlkur og sextán drengir tóku þátt.

Meistaraflokkur dæmdi viðureignirnar og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Í lok móts voru allir keppendur leystir út með gómsætum páskaeggjum sem sælgætisgerðin Góa gaf krökkunum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ægir vann Golíat
Ægir Már Baldvinsson keppti fyrir hönd Júdódeildar Njarðvíkur og var óheppin í fyrstu viðureign sinni, gegn Vilhelm Svansson sem er uppalinn í Njarðvíkunum. Í annari viðureign átti hann við Breka frá Selfossi og þurfti einnig að lúta í lægra haldi fyrir honum. Hann fékk þó færi á að berjast um þriðja sætið við Selfyssinginn Jakob, sigraði þá viðureign og krækti í þriðja sætið í -66 kg flokki fullorðinna en hann er vanur að vera í -60kg flokki.

Ægir var einnig skráður í opinn flokk karla og átti þar fyrstu viðureign við rúmlega 127kg andstæðing. Þeir lentu báðir í gólfinu og þar náði Ægir að hengja þennan öfluga andstæðing. Við það uppskar Ægir mikil fagnaðarlæti. Í lok dags var Ægir bronsinu ríkari.