Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Sara Rún bikarmeistari og valin best í leiknum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 16. mars 2020 kl. 11:58

Sara Rún bikarmeistari og valin best í leiknum

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir fagnaði bikarmeistaratitli með Leicester Riders í Englandi þegar liðið vann Durham palatinates í gær.

Sara fór á kostum í leiknum og var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Hún skoraði mest allra, 23 stig og tók 7 fráköst.