Íþróttir

Öruggt hjá Njarðvík í þúsundasta leiknum
Super Mario átti stórleik í þúsundasta leik UMFN.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. janúar 2023 kl. 11:13

Öruggt hjá Njarðvík í þúsundasta leiknum

Njarðvíkingar sigruðu Hött í leik liðanna í Subway deild karla í körfubolta Ljónagryfjunni í gærkvöldi á sannfærandi hátt. Lokatölur urðu 109-90 í sögulegum leik fyrir UMFN því þetta var þúsundasti leikur liðsins í efstu deild frá stofnun úrvalsdeildar. 

Heimamenn náðu strax forystu í fyrsta leikhluta og bættu við hana jafnt og þétt. Mario Matasovic fór mikinn í liði Njarðvíkinga og skoraði 26 stig og tók 9 fráköst en gott framlag kom frá nær öllum leikmönnum liðsins. Með sigrinum er UMFN komið með 18 stig, í 2. sæti með Keflavík sem á leik til góða og mætir Stjörnunni í þessari umferð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Frá stofnun úrvalsdeildar hefur Njarðvík verið eitt sigursælasta karlaliðið í íslenskum körfuknattleik og 13 sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum. Ljónagryfjan skipar því stóran sess í hjörtum Njarðvíkinga og hefur verið einn af helstu samkomustöðum samfélagsins í Njarðvík um áratugabil.

Njarðvík-Höttur 109-90 (30-20, 19-17, 30-24, 30-29)

Njarðvík: Mario Matasovic 26/9 fráköst, Lisandro Rasio 18/7 fráköst, Dedrick Deon Basile 18/5 fráköst/13 stoðsendingar, Jose Ignacio Martin Monzon 13/6 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 12, Nicolas Richotti 6, Elías Bjarki Pálsson 5, Logi Gunnarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3, Maciek Stanislav Baginski 3, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.

Höttur: Timothy Guers 21/9 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 17, Obadiah Nelson Trotter 16/5 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 13, Nemanja Knezevic 9/8 fráköst, Juan Luis Navarro 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Matej Karlovic 5, Sigmar Hákonarson 3, Andri Hrannar Magnússon 0, Jóhann Gunnar Einarsson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0, Andri Björn Svansson 0.