Flugger
Flugger

Íþróttir

Naumt tap í sveiflukenndum leik
Selena Lott var með 27 stig en það dugði ekki til. Mynd úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 22:39

Naumt tap í sveiflukenndum leik

Njarðvík tapaði naumlega fyrir Val í annarri umferð átta liða úrslita Subway-deildar kvenna í kvöld og staðan í einvígin því jöfn, 1:1. Leikurinn var sveiflukenndur og lokamínúturnar hörkuspennandi.

Valur - Njarðvík 80:77

(21:27 | 23:10 | 16:26 | 20:14)

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvík byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta með sex stigum (21:27) en afleitur annar leikhluti, þar sem Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig, varð til þess að Valur hafði náð forystunni í hálfleik (44:37).

Í þriðja leikhluta snerist dæmið algjörlega við og sókn Njarðvikinga hrökk aftur í gang og skoruðu nú 26 stig gegn sextán heimakvenna. Staðan 60:63 og því gat brugðið til beggja vona í fjórða og síðasta leikhluta.

Valskonur skoruðu tíu fyrstu stigin  í fjórða leikhluta og komust því í sjö stiga forystu (70:63) áður en Isabella Ósk Sigurðardóttir setti loks niður fyrstu stig Njarðvíkinga eftir þriggja mínútna leik. Valur svaraði því með þristi og var komið í átta stiga forystu (73:65).

Þá komust Njarðvíkingar á gott skrið og breyttu stöðunni í 73:71 og lokamínúturnar voru æsispennandi.

Brooklyn Pannell, leikmaður Vals, reyndis Njarðvíkingum erfið í lokin en hún jók muninn í fjögur stig (75:71). Jana Falsdóttir setti þá niður tvo þrista og kom Njarðvík yfir (75:77) en Pannell skoraði fimm síðustu stigin í leiknum og Valskonur jöfnuðu einvígið. Lokatölur 80:77.

Lára Ösp átti fínan leik og var með fjórtán stig.

Stig Njarðvíkur: Selana Lott 27 stig, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 14 stig, Jana Falsdóttir 8 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8 stig, Emelie Hesseldal 6 stig, Ena Viso 6 stig, Andela Strize 6 stig og Hulda María Agnarsdóttir 2 stig.