Íþróttir

Naglbítur í Forsetahöllinni sem Keflvíkingar unnu eftir tvíframlengdan leik
Jaka Brodnik leiddi Keflvíkinga í stigaskorun. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 17. febrúar 2024 kl. 09:57

Naglbítur í Forsetahöllinni sem Keflvíkingar unnu eftir tvíframlengdan leik

Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur eftir tvíframlengdan leik gegn Álftanesi í Subway-deild karla í körfuknattleik í gær. Álftanes leiddi framan af en Keflavík, sem lék án Remy Martin, tryggði sér framlengingu í lokin.

Álftanes - Keflavík 109:114

Leikurinn fór fram í Forsetahöllinni á Álftanesi og heimamenn náðu ágætis forystu í fyrsta leikhluta (28:21). Keflvíkingar minnkuðu muninn um miðjan annan leikhluta niður í eitt stig (37:36) en Álftnesingar voru fljótir að auka forskotið á nýjan leik og leiddu með tíu stigum í hálfleik (54:44).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Heimamenn héldu áfram að hafa yfirhöndina í seinni hálfleik og héldu lengst af í kringum tíu stiga forskoti. Þegar fjórði leikhluti fór af stað áttu heimamenn sjö stig á Keflavík (71:64) en síðustu mínúturna var allt í járnum. Það var svo Urban Oman tryggði Keflavík framlengingu undir lokin. Staðan 87:87 að loknum venjulegum leiktíma.

Urban Oman jafnaði leikinn í lok fjórða leikhluta.

Í fyrri framlengingu voru heimamenn skrefinu á undan Keflvíkingum en Keflavík náðu eins stigs forystu á síðustu mínútunni (99:100). Heimamenn fengu svo tvö vítaköst og í ágætri stöðu til að klára leikinn en hittu aðeins úr öðru þeirra svo það þurfti aðra framlengingu til.

Keflvíkingar náðu forystunni í byrjun framlengingar tvö og héldu henni allt til enda. Að lokum var fimm stiga sigur Keflvíkinga staðreynd og þeir taka sér stöðu með hinum Suðurnesjaliðunum í öðru til fjórða sæti deildarinnar, öll með 24 stig.

Stigahæstir hjá Keflavík voru Jaka Brodnik (25 stig), Hallldór Hermannsson (22 stig), Urban Oman (21 stig), Sigurður Pétursson (18 stig) og Marek Dolezaj (17 stig).