Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Marteinn er nýji tippkóngur Víkurfrétta!
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 20. janúar 2024 kl. 22:08

Marteinn er nýji tippkóngur Víkurfrétta!

Undur og stórmerki gerðust í dag en þá þurfti Grétar Ólafur Hjartarson frá Sandgerði, loksins að játa sig sigraðan í tippleik Víkurfrétta en alls dvaldi Grétar í fimm skipti á Víkurfréttatoppnum. Hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Marteini Ægissyni frá Vogum, 7-8.

Marteinn sagði að sigurhátíð myndi brátt hefjast í Vogum. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að vera, ég trúi varla að ég hafi náð að sigra eins frábæran tippara eins og Grétar. Eins og mig grunaði, var þetta hörkuleikur tveggja góðra tippara og sem betur fer hafði ég betur. Ég verð að passa mig á að hafa sigurhátíðina ekki of langa, ég þarf að koma mér niður á jörðina og einbeita mér að næsta andstæðingi, ég get ekki beðið eftir að sjá hver það verður,“ sagði kampakátur nýr tippkóngur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grétar bar sig vel. „Þetta var orðið fínt, í raun var að verða svolítið kalt á toppnum og ég vissi að þetta eru bara undanrásirnar núna, ég held að ég hljóti að vera búinn að tryggja mig í topp fjögur efstu sætin. Þetta var langt tímabil, nú tekur bara við endurheimt og svo mæti ég endurnærður í undanúrslitin í vor, hver veit nema við Marteinn mætumst þá, þ.e.a.s. ef hann gleymir sér ekki um of í gleðinni fyrir að hafa unnið mig,“ sagði kokhraustur eigandi fyrsta sætis tippleiks Víkurfrétta.