Íþróttir

Ljubicic til Svíþjóðar
Stefan í búningi sænska liðsins sem hann birti á Facebook síðu sinni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 31. mars 2024 kl. 10:42

Ljubicic til Svíþjóðar

Keflvíkingurinn Stefan Alexander Ljubicic mun ekki hrella markverði Lengjudeildarinnar í knattspyrnu í sumar heldur í B-deildinni í Svíþjóð en hann er genginn til liðs við Skövde.

Stefan er alinn upp í Keflavík en fór til enska liðsins Brighton árið 2016 en kom heim 2019 og fór þá til Grindavíkur. Hann lék síðan með KR og HK áður en hann kom aftur til Keflvíkinga fyrir síðasta keppnistímabil.

Srdjan Túfegdzic eða Túfa er þjálfari Skövde en hann hefur þjálfað hér á landi, m.a. Grindvíkinga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024