Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Íþróttir

Keflavíkurkonur einar á botninum
Kristrún Ýr, fyrirliði Keflavíkur setti nýtt leikjamet í efstu deild. VF/JPK.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 10:29

Keflavíkurkonur einar á botninum

Keflavík tapaði fimmta leiknum í röð í Bestu-deild kvenna þegar liðið mætti Þór/KA á Akureyri. Norðankonur skoruðu fjögur mörk gegn þeim keflvísku og unnu öruggan sigur. Staðan eftir rólegan fyrri hálfleik var 1-0 fyrir Þór/KA en síðan komu þrjú norðanmörk á þrettán mínútum og heimakonur gerðu út um leikinn.

Keflavík er neðst í deildinni með ekkeret stig eftir fimm leiki, hefur skorað fimm mörk og fengið á sig sextán.

Þau tímamót urðu í leiknum að Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, sló leikjamet félagsins í efstu deild en þetta var hennar 76. leikur fyrir Keflavík.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí