JS Campers
JS Campers

Íþróttir

Keflavík vann með einu stigi
Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 16 stig og tók 5 fráköst í jöfnu liði Keflavíkur gegn Fjölni. VF-mynd/hilmarbragi.
Fimmtudagur 25. febrúar 2021 kl. 09:42

Keflavík vann með einu stigi

Keflavíkurstúlkur unnu Fjölni í toppslag Domino’s deildar kvenna í körfubolta í Grafarvoginu í gær. Úrslitin réðust á lokasekúndunum með sigurstigum frá Daniellu W. Morillo. Lokatölur 85-86.

Leikurinn var jafn allan tímann en Keflavík var þó með yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og leiddi tíu stigum. Fjölniskonur skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu en Keflavík hafði betur í æsispennandi lokakafla og fóru heim með öll stigin.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæstar í jöfnu liði hjá Keflavík voru Daniela  22/13 fráköst/7 stolnir og Katla Rún Garðarsdóttir sem var með 16/5 fráköst.

Fjölnir-Keflavík 85-86 (18-19, 21-25, 23-31, 23-11)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 22/13 fráköst/7 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 16/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 14, Erna Hákonardóttir 13, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Anna Lára Vignisdóttir 3/5 fráköst, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Agnes María Svansdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Agnes Perla Sigurðardóttir 0.

Keflavík og Valur eru í tveimur efstu sætunum með 16 stig en Keflavík hefur leikið tveimur leikjum færra.